Hrafn Jökulsson 1965 - 2022

XO SKÁKMÓT NORÐUR TURNAR / SMÁRALINDAR – MINNINGARMÓT HRAFNS JÖKULSSONAR.

Verður haldið miðvikudaginn 12. október nk. milli 16.00 til 18.30 í Norður Turni Smáralindar.

Mótið er eitt af stærri hraðskákmótum ársins.

Og það má reikna með að margir af stigahæstu skákmönnum landsins mæti, ásamt erlendum skákmeisturum – sem verða með í Íslandsmóti skákfélaga sem verður haldin stuttu eftir hraðskákmótið, helgina 13. – 16. október.

Mótshaldarar halda úti Viðburðasíðu vegna mótsins:

(1) XO SKÁKMÓT NORÐUR TURNAR / SMÁRALINDAR – MINNINGARMÓT HRAFNS JÖKULSSONAR | Facebook   

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Telfdar verða fimm umferðir með 3 + 2 á klukkunni.

– Þegar kemur til bráðabana uppá verðlaunasæti (keppendur jafnir á stigum), þá verða tímamörkin aðeins 2 + 1 á klukkunni og skákir verða að hámarki þrjár; Sá keppandi vinnur sem hefur haft oftar svart (hlutkesti ræður lit fyrstu skákar).

Sérstakir gestir mótsins eru: Guðni Ágústsson, fyrrv. Ráðherra, Einar S. Einarsson fyrrv. Forseti Skáksambandsins og Hörður Jónasson, Forseti Vinaskákfélagsins.

Höfðingarnir munu sjá um minningar dagskrá Hrafns Jökulssonar og 50 ára afmælishátíð, „Einvígis Aldarinnar 1972”.

Aðal styrktaraðili mótsins er XO Veitingastaður (Norður Turni / Smáralind). Mótið er einnig minningar mót Hrafns Jökulssonar, Verndara Vinaskákfélagsins.

Margir minni styrktar aðilar verða skráðir jafn óðum – á viðburða síðu mótsins.

Aðal skipuleggjandi mótsins er Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, og aðstoðar skipuleggjendur eru Guðjón Heiðar Valgarðsson og Ólafur Thorsson.

Yfirdómari verður Róbert Lagerman. Aðrir dómarar verða Kristján Örn Elíasson og Hörður Jónasson.

Verðlaun verða með betra móti:

Fyrsta sæti: 100.000 kr.

Annað sæti: 80.000 kr.

Þriðja sæti: 20.000 kr.

Barnaverðlaun (12 og yngri): 2.000 kr.

Unglingaverðlaun (18 og yngri) 3.000 kr.

Kvennaverðlaun 4.000 kr.

Og heldri manna verðlaun verða 5.000 kr.

Sérstök aukaverðlaun verða veitt fyrir skemmtilegasta bráðabana einvígið.

Mótsgjald er 2.000 kr., en frítt fyrir börn og unglinga (18 og yngri). Öryrkjar fá 50 % afslátt.

Þið getið skráð ykkur hér: Skráning á Mótið

Sjá þegar skráða keppendur: Skráðir Keppendur

Skráning verður líka á staðnum.

Kveðja, Mótsstjórnin.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...