Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Vinaslagur 3 verður mánudaginn 21 nóv. á Chess.com

Vinaslagur 3 hjá Vinaskákfélaginu verður mánudaginn 21 nóvember á chess.com kl. 19:30.

Tefldar verða 7 umferðir með 4 + 2 mín.

Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid

Verðlaun:

Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr.

Ennfremur tengjast öll mótin saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, 4. sætið 4 stig og 5. sætið fær 2 stig.

Samanlögð stig úr öllum mótunum fær efsti maður 10.000 kr.

Staðan á 3 efstu á Grand Prix eftir Vinaslag 1 & 2.

  1. Róbert Lagerman 16 stig.
  2. Ólafur Thorsson 10 stig.
  3. Gauti Páll Jónsson 8 stig.

Linkur til að koma á mótið er: https://www.chess.com/play/tournament/3536014?action=undefined

Aðeins um það að erlendir skákáhugamenn keppi á skákmóti Vinaskákfélagsins á chess.com, þá (ef þeir vinna verðlaun) getum við ekki greitt peninga í erlendum gjaldeyrir. Ef þeir eru staddir á Íslandi, þá eru þeir velkomnir til Vin á Hverfisgötu 47 þar sem Vinaskákfélagið er með aðalstöðvar og fengið greitt í íslenskum peningum.

Vegna verðlauna á mótinu þurfa þeir sem ætla að vera með að skrá sig.

Vinaslagur 3
Nafn
Nafn
First
Last

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...