Vinaslagur 1 verður haldið á Aflagranda 40, Laugardaginn 5 nóbvember kl. 14:00.
Þetta er fyrsta skákmótið af 4 núna í nóvember en 2 næstu verða haldin á Chess.com.
4 og síðasta verður svo haldið líka á Aflagranda 40.
Tefldar verða 7 umferðir með 4 mín + 2 sek.
Skákdómari verður Róbert Lagerman en Mótstjóri er Hörður Jónasson.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Stutt hlé verður eftir 4 umferðir og verða starfsmenn með kaffi og vöfflur til sölu á staðnum.
Verðlaun verða glæsileg:
Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr.
Efstu 3 skákmenn fá líka Gull, Silfur og Brons verðlaunapeninga.
Ennfremur tengjast öll mótin saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, 4. sætið 4 stig og 5. sætið fær 2 stig.
Samanlögð stig úr öllum mótunum fær efstu maður 10.000 kr.
Þegar skráðir menn: Vinaslagur 1 hjá Vinaskákfélaginu
Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.
Allir velkomnir!!
Skráning hér fyrir neðan: