Forseti SÍ afhendir Don Roberto gjöf til Vinaskákfélagsins 2023

Vinaskákfélagið þakkar fyrir glæsilega gjöf.

Á þessu ári á Vinaskákfélagið 20 ára afmæli og af því tilefni hélt félagið glæsilega veislu laugardaginn 27 maí sl.

Vinaskákfélagið fékk margar góðar gjafir af því tilefni. Vinaskákfélagið þakkar Fjölnir fyrir gjöfina. Ennfremur þakkar félagið, Skáksamband Íslands fyrir að gefa félaginu skákklukkur.

Á afmælis árinu ætlar Vinaskákfélagið (fyrir utan afmælis veisluna) að vera með fjöltefli mánudaginn 3 júlí og svo síðar í júlí verður (sumarmótið okkar) 20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins.

Hægt er að sjá mótaáætlun Vinaskákfélagsins hér: http://www.vinaskak.is/dagskra/motaaaetlun/

Kveðja Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...