Það verður nóg að gera hjá Vinaskákfélaginu í Nóvember, en þá mun félagið halda 4 skáka mótaröð sem heita Vinaslagur Vinaskákfélagsins 1-4.
Mótin verða haldin til skiptist á Aflagranda 40 og á Chess.com.
Vinaslagur 1 verður haldið á Aflagranda 40, Laugardaginn 5 nóbvember kl. 14:00.
Vinaslagur 2 verður haldið á Chess.com, mánudaginn 14 nóvember kl. 19:30.
Vinaslagur 3 verður haldið á Chess.com, mánudaginn 21 nóvember kl. 19:30.
Vinaslagur 4 verður haldið á Aflagranda 40, mánudaginn 28 nóvember kl. 16:00.
Tefld verða 7 umferðir með 4 mín. + 2 sek.
Á Chess.com verður teflt á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid
Verðlaun verða glæsileg:
Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr.
Ennfremur verða gull, silfur og brons verðlaun á Aflagranda 40.
Öll mótin tengjast svo saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, 4. sætið 4 stig og 5. sætið fær 2 stig.
Samanlögð stig úr öllum mótunum fær efstu maður 10.000 kr.í peningum.
Mótin verða auglýst betur þegar nær dregur.
Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.