Mynd frá sumarmótinu okkar 2019. Frú Vigdís Finnbogadóttir leikur hér fyrsta leikinn.

Verður Vin Dagsetur lagt niður?

Það er 7 December 2022 og við gestir í Vin fengum þær slæmu fréttir að Reykjavíkurborg áætlar að leggja niður Vin Dagsetur sem er nokkurskonar félagsheimili fyrir fólk með geðraskanir.

Það sætir furðu svo stutt síðan Reykjavíkurborg tók við rekstrinum af Rauða krossinu sumarið 2021 að ætla svo rúmu ári síðan að leggja það niður.

Það er mikil virkni í starfseminni í Vin eins og við gestir köllum heimili okkar, enda er þetta eins konar annað heimili hjá okkur sem sækjum það heim, sumir hafa gert í mörg ár.

Á næsta ári verður Vin 30 ára og Vinaskákfélagið verður svo 20 ára, þannig að það hefði verið til komið að halda veglega afmælisveislu af því tilefni. Ennfremur er í Vin starfrægt Ferðafélagið Víðsýn, sem við gestir njótum. T.d. er verið að fara í aðventuferð 8 desember í dagsferð til Akranes. Það eru farnar nokkrar dagsferðir á ári og svo er ein stór ferð sem er farin að vori, en sl. 3 ár hefur verið farið innanlands eða vorið 2021 var farið til Ísafjarðar og skoðað okkur um á Vestfjörðum. Í sumar 2022 þá var farið til Egilstaðar og þaðan fórum við vítt og breytt um Austurlands. Fyrir faraldurinn þá fórum við líka í eina ferð erlendis.

En aftur að skákfélaginu okkar “Vinaskákfélagið”.

Starfsemin er kröfug og mikil, enda erum við með skákmót cirka einu sinni á mánuði, stundum oftar. Við erum líka með viðburði eins og að heimsækja Athvörf og Búsetukjarna. Einnig fer forseti félagsins á mánudögum vestur á Aflagranda 40 að tefla við fólkið þar og á þriðjudögum fer ég og held fyrirlestur um skák og einnig er tefld skák þar. Það er margt sem Vinaskákfélagið stendur að t.d. Jólaskákmótið á Kleppi, þar sem fólk frá Athvörfum, Búsetukjörnum og Geðdeildum koma saman til að tefla og hafa gaman. Einnig sjáum við um Geðheilbrigðis skákmótið í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur.

Hér læt ég þessarri grein lokið og vona að við getum haft Vin Dagsetur lengur, enda lífsnauðsynlegt fyrir fólk með geðraskanir að hafa góðan stað til að koma og hafa félagsskap.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Heimsókn á leiði Hrafns Jökulssonar 31 júlí 2024.

 Í dag fórum við Róbert Lagerman í heimsókn á Sólarlandið þar sem Hrafn Jökulsson hvílir. ...