Velheppnað skemmtikvöld Vinaskákfélagsins 2020.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið fimmtudaginn 30 Janúar 2020 í skákskólanum Faxafeni 12 (Skáksambandið) og hófst klukkan 19:30, stundvíslega. 

Dagskrá kvöldsins var glæsileg:

Róbert Lagerman bauð gesti velkomna

Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins, bauð gesti velkomna á skemmtikvöldið.

Omar Salama var með mjög fróðlegan skák-fyrirlestur. Omar hefur víðtæka reynslu sem skákþjálfari, og er einn virtasti skákdómari í skák-heiminum í dag.

Fyrirlestur Omars var um það hvernig skákmenn eigi að undirbúa sig fyrir skákmót og voru gestir sammála því að fyrirlestur hans væri góð viðbót fyrir okkur til að ná árangur í skákinni.

Omar Salama hélt fyrirlestur á skemmtikvöldinu

Hinn geðþekki skákmaður Þorvarður F. Ólafsson kom færandi hendi með gómsætar veitingar frá Myllunni, en þar hefur hann starfað í mörg ár. Voru kræsingarnar gerð góð skil, svo mikil að skákmenn sem voru að tefla hjá TR, komu til að gæða sér á veitingunum.

Einnig var boðið upp á kaffi, ásamt vel kældum gosdrykkjum.

 

 

Ókeypis var inn á skemmtikvöldið og skemmtu gestir sér vel.

Það er vel við hæfi að segja að við skákmenn séum ein fjölskylda. 

Stjórn félagsins þakkar þeim sem komu á skemmtikvöldið. 

Kveðja, Róbert Lagerman og Hörður Jónasson

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...