Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Eldri Uppgjör Vinaskákfélagsins

 

Ársreikningur Vinskákfélagsins fyrir starfsárið 2019.

SkýringarRekstrartekjur.20192018
Félagsgjöld20.000 kr.22.000 kr.
Skákmót0 kr.0 kr.
Afmæli Vinaskákfélagsins0 kr.12.500 kr.
Nr.1Styrkir450.000 kr.238.000 kr.
Tekjur samtals470.000 kr.272.500 kr.

 

SkýringarRekstrargjöld.20192018
Nr.2Skákmót189.437 kr.135.000 kr.
Skákvörur84.000 kr.0 kr.
Vefsíða22.762 kr.22.762 kr.
Nr.3Kaffi ofl.61.428 kr.18.650 kr.
Verðlaun62.828 kr.46.710
Vörur frá Ikea (myndarammar)4.585 kr.0 kr.
Afmæli Vinaskákfélagsins0 kr.20.000 kr.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagins0 kr.8.500 kr.
Gjöld samtals425.040 kr.251.622 kr.

 

SkýringarFjármagnstekjur og gjöld.20192018
Vaxtatekjur291 kr.111 kr.
Fjármagnstekjuskattur64 kr.0 kr.
Bankakostnaður1.102 kr.1.769 kr.
SamtalsHagnaður / Tap44.085 kr.19.220 kr.

 

Efnahagsreikningur.
SkýringarEignir:20192018
Bankareikningur 31/12.136.759 kr.92.692 kr.
9 DGT 2010 skákklukkur0 kr.65.534 kr.
7 DGT 2010 skákklukkur50.970 kr.0 kr.
10 DGT 2010 skákklukkur + 10 sett taflmenn84.000 kr.0 kr.
Aðrar skákklukkur1.000 kr.1.000 kr.
Taflmenn8.500 kr.8.500 kr.
Skákborð10.500 kr.10.500 kr.
Sýningarborð2.500 kr.2.500 kr.
Myndarammar12.985 kr.8.400 kr.
Glerskápur2.500 kr.2.500 kr.
Bækur25.000 kr.25.575 kr.
Tímaritið New in Chess33.000 kr.33.000 kr.
Tímaritið skák50.000 kr.45.000 kr.
Samtals eignir417.714 kr.295.201 kr.
SkýringarSkuldir:20192018
Skuldir0 kr.97.700 kr.
Samtals skuldir0 kr.97.700 kr.
Skuldir / eigið fé417.714 kr.197.501 kr.

 

Skýringar2019
StyrkirStyrkur frá Reykjavíkurborg100.000 kr.
Landsbanki250.000 kr.
Geðhjálp100.000 kr.
Samtals450.000 kr.
SkákmótÍslandsmót skákfélaga 2018-201985.000 kr.
Íslandsmót skákfélaga 2019-202050.000 kr.
Hraðskákmót taflfélaga 201910.000 kr.
Stofan6.500 kr.
Crazy Culture og 10 okt.31.937 kr.
Páskamótið 20196.000 kr.
Samtals189.437 kr.
Kaffi ofl.Íslandsmót skákfélaga 2018-201912.700 kr.
Íslandsmót skákfélaga 2019-202030.800 kr.
Hraðskákmót taflfélaga 20193.800 kr.
Aðrir kaffi og köku reikningar14.128 kr.
Samtals61.428 kr.

 

Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 11 maí 2020.

Góðan daginn félagar.

Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 2 maí 2019 til aðalfundar 11maí 2020.

Aðalfundur félagsins var haldin 2 maí 2019. Helstu breytingar á stjórn félagsins voru þessar:
Forseti félagsins Róbert Lagerman þurfti ekki að kjósa um þar sem kjörtímabilið hans er til 2020.
Aðrir stjórnarmenn eru kjörnir til 1 árs í senn. Varaforseti Hörður Jónasson var endurkjörinn, eins og Ritari Hjálmar Hrafn Sigurvaldason og meðstjórnandi Elvar Örn Hjaltason.
Nýr sem kom inn var gjaldkeri Johann Valdimarsson. Varamenn eru: Aðalsteinn Thorarensen og Tómas Ponzi sem kemur nýr inn.
Hrafn Jökulsson er svo áfram Verndari félagsins.

Nokkrir breytingar urðu á félagatalinu á tímabilinu, en núna eru félagar 106 talsins.
2 félagar okkar eða Forseti vor Róbert Lagerman var endurkjörinn sem Ritari á aðalfundi Skáksambandsins 2019. Á sama fundi var varaforseti Hörður Jónasson kjörinn varamaður 3. Ennfremur var varaforsetinn Hörður Jónasson kjörinn sem umsjónamaður Félagagrunnsins sem var sett á laggirnar hjá Skáksambandi Íslands.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund 20 júní 2019 var ákveðið að Róbert Lagerman og Hörður Jónasson munu heimsækja Geðhjálp og sækja um styrk vegna 2 skákmóta þ.e. „Crazy Culture“ – Brjálaðs menningarhátíðar í Vin 20 september og einnig að sækja um styrk vegna skákmótsins „Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn 10 október 2019.“ Var vel tekið í það og fengum við 100.000 kr.styrk frá þeim.

Aðrir styrkir sem félagið fékk voru: Seinni hluti styrksins frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar kom í september eða 50.000 kr. Þá sótti Forseti félagsins um 250.000 kr. styrk hjá Landsbanka Íslands, en fengum því miður ekki.
Sótt var aftur um styrk hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 400.000 kr., en svo undarlegt var að við fengum engan styrk frá þeim.

Þess má geta að á árinu 2019 fengu við nokkra kassa af skákbókum að gjöf frá Hrafni Jökulsyni hjá Hróknum og er búið að fara í gegnum þá og raða upp í hillur.

Þá er komið að skákmótum og viðburðum félagsins tímabilið maí 2019 til maí 2020.

Fyrsta skákmótið var Opna Meistarmótið í hraðskák sem var haldið í Vin, Hverfisgötu 47 eins og venjulega að sumarlagi. Það var haldið 24 júní og eins og oft áður þá var fjölmennt á því móti. Tefldar voru 6 skákir með tímanum 4 + 2 mín, en venjulega eru skákmót Vinaskákfélagsins með 7 mínútur.
Mættir voru 19 manns í frábæru veðri og var teflt bæði úti og inni.
Í hléi var boðið upp á hið landsfræga Vöfflur og kaffi.
Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti lék fyrsta leikinn fyrir Inga Tandra á móti Tómasi Björnssyni á sumarmótinu í frábæru veðri. Sjálfboðliði í Vin sem heitir líka Vigdís frá Danmörku og heitir í höfuði á fv. forseta lék svo fyrsta leikinn hjá Róbert Lagerman.
Eftir harða baráttu þá stóðu þeir Tómas Björnsson og Róbert Lagerman jafnir með 5,5 vinninga en Eiríkur Björnsson hlaut 3ja sætið með 4 vinninga.

Ákveðið var að þeir Tómas og Róbert skyldu tefla „armageddon“ skák, þar sem Tómas hafði hvítt og 3+2 mín en Róbert svart með 2+2 mín og nægði Róberti jafntefli til að vinna. Svo fór að jafntefli var á milli þeirra og vann Róbert Lagerman þar með mótið. Þar með varð ljóst að Róbert Lagerman væri Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins.

Haustmót Vinaskákfélagsins var svo 26 ágúst, en þar kom á óvart að Stefán Arnalds vann það mót, en hann hafði komið í Vin þetta sumar nokkuð oft og teflt við okkur Hjálmar og Hörð og aðra sem voru í Vin.

Ákveðið var að Vinaskákfélagið tæki þátt í Hraðskákkeppni Taflfélaga, en lengi stóð styr um það hvenær það gæti farið fram. Að lokum var mótið haldið í Rimaskóla 31 ágúst og fékk Vinaskákfélagið 33,5 vinninga.

Eins og áður hefur verið sagt þá fengum við styrk frá Geðhjálp til að halda 2 skákmót.
Crazy Culture skákmótið var haldið í Vin 20 september.
Alls komu 18 skákmenn og þar af voru 6 skákmenn með yfir 2000 skákstig. Þetta er sterkasta skákmót sem Vinaskákfélagið hefur haldið um langt skeið, alla vega á árinu 2019. Þetta mót var haldið í tilefni þess að klikkaðir menningardagar voru á vegum Reykjavíkurborgar. Tefldar voru 6 umferðir með 4 + 2 min, á skák.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir fv. Framkvæmdastýra Geðhjálpar lék fyrsta leikinn hjá Tómasi Ponzi, en Róbert Lagerman lék svo fyrsta leikinn fyrir Vignir Vatnar.

Eitt af því sem Vinaskákfélagið sér um ásamt Taflfélagi Reykjavíkur er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það var haldið í kringum alþj.lega geðheilbrigðis daginn sem er 10 október. Mótið 2019 var haldið 10 október í húsnæði TR.

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins var svo haldið 9 desember sem Róbert Lagerman vann.

Annað sem Vinaskákfélagið er hvað stoltastur af að halda ásamt Hróknum, er Jólaskákmótið á Kleppi, en það er haldið oftast síðustu vikuna fyrir jól. Á því móti keppir fyrir utan Vinaskákfélagið, deildir frá kleppi, athvörfum og búsetukjörnum og einnig geðdeild Landsspítalans. Keppt er í 3 manna liðum og er þetta eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins.

Eitt aðalskákmótið sem Vinaskákfélagið tekur þátt í á ári hverju er Íslandsmót skákfélaga, en þar koma fram frá öllu landinu milli 300 til 400 skákmenn og konur. Vinaskákfélagið tefldi fram 2 sveitum, en bæði A og B sveitirnar tefldu í 3 deild.
Íslandmótið er teflt í 2 hlutum þ.e. á haustin og vorin eða oftast í Okt., og mars.
Eins og flestir vita hefur ekki verið hægt að ljúka seinni hluta mótsins sem átti að fara fram á Hótel Selfossi í mars 2020, vegna Covid – 19 veirunnar sem herjar á heimsbygðina.

Eftir áramótin var haldið Nýársskákmótið í Vin 6 janúar.

Eins og staðan er núna þá er allt mótahald í biðstöðu, vegna covid – 19, en félagar hafa þá verið duglegir að tefla á netinu.
Eitt slíkt mót var haldið þar, en Páskamót Vinaskákfélagið var haldið á chess.com þann 6 apríl 2020. Á það mót mættu 41 skákmaður og tefld voru 9 umferðir með 7 mínútur á klukkunni. Í boði voru verðlaun sem chess.com gaf eða í formi Demants áskriftaraðgangs. Áskell Örn Kárason sigraði með 8 vinningum.

Einnig tók Vinaskákfélagið þátt í Norðurlandaskákmóti skákfélaga á netinu dagana 9 til 13 apríl. Teflda voru 7 umferðir 2 faldar bæði með hvítt og svart á móti andstæðingi. 67 klúbbar tóku þá. 7 félagar Vinaskákfélagsins tóku þátt og var þetta lærdómsrík þáttaka. Er Varaforseti viss um að skákmót á netinu séu komin til að vera.

Kveðja Varaforseti Hörður Jónasson.