Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Eldri Uppgjör Vinaskákfélagsins

 

Ársreikningur Vinskákfélagsins fyrir starfsárið 2020.

SkýringarRekstrartekjur.20202019
Félagsgjöld0 kr.20.000 kr.
Skákmót0 kr.0 kr.
Nr. 1Styrkir210.000 kr.450.000 kr.
Tekjur samtals210.000 kr.470.000 kr.

 

SkýringarRekstrargjöld.20202019
Nr. 2Skákmót47.800 kr.189.437 kr.
Nr. 3Skákvörur13.450 kr.84.000 kr.
Vefsíða27.964 kr.22.762 kr.
Kaffi ofl. (Inn í skákmót 2020)0 kr.61.428 kr.
Verðlaun (Inn í skákmót 2020)0 kr.62.828
Vörur frá Ikea (Inn í skákvörum 2020)0 kr.4.585 kr.
Kosnaður v/ aðalfundar Vinaskákf.5.051 kr.0 kr.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagins7.195 kr.0 kr.
Gjöld samtals101.460 kr.425.040 kr.

 

SkýringarFjármagnstekjur og gjöld.20202019
Vaxtatekjur86 kr.291 kr.
Fjármagnstekjuskattur19 kr.64 kr.
Árgjald Debetskorts790 kr.0 kr.
Bankakostnaður162 kr.1.102 kr.
Fjármagnsgjöld alls971 kr.1.166 kr.
SamtalsHagnaður / Tap107.655 kr.44.085 kr.

 

*Efnahagsreikningur.
SkýringarEignir:20202019
Bankareikningur 31/12.244.414 kr.136.759 kr.
7 DGT 2010 skákklukkur0 kr.50.970 kr.
Nr. 417 DGT 2010 skákklukkur93.500 kr.0 kr.
10 DGT 2010 skákklukkur + 10 sett taflmenn0 kr.84.000 kr.
Nr. 411 Nýjir taflmenn22.000 kr.0 kr.
Nr. 410 Nýjir dúkar5.000 kr.0 kr.
10% afskr.Aðrar skákklukkur900 kr.1.000 kr.
10% afskr.Eldri taflmenn7.650 kr.8.500 kr.
Nr. 5Eldri Skákborð / Dúkar7.500 kr.10.500 kr.
10% afskr.Sýningarborð2.250 kr.2.500 kr.
Myndarammar0 kr.12.985 kr.
Nr. 6Vörur frá IKEA16.535 kr.0 kr.
Nr. 7Skáksett frá Skáksambandinu + klukkur76.500 kr.0 kr.
10% afskr.Glerskápur2.250 kr.2.500 kr.
Nr. 8Bækur255.400 kr.25.000 kr.
Nr. 9Tímaritið New in Chess49.000 kr.33.000 kr.
Nr. 10Tímaritið skák75.000 kr.50.000 kr.
Önnur tímarit10.000 kr.0 kr.
Samtals eignir867.899 kr.417.714 kr.

 

SkýringarSkuldir.20202019
Skuldir0 kr.0 kr.
Samtals skuldir0 kr.0 kr.
Skuldir / eigið fé867.899 kr.417.714 kr.

 

* Efnahagsreikningurinn.
Athugið að mikil uppfærsla er núna gert og reynt að hafa efnahagsreikninginn nær
raunveruleiknanum. Vinaskákfélagið hefur verið það heppinn að margir
hafa gefið bækur og tímarit síðustu ára og kemur það til eignar núna.
Ennfremur er verið að útskýra einstakar eignir betur en áður.

 

Nr. 1SkýringarÁrið 2020
StyrkirStyrkur frá Skáksambandinu100.000 kr.
Geðhjálp100.000 kr.
Styrkur v / Aðalfund Vinaskákfélagsins5.000 kr.
Styrkur v / Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins5.000 kr.
Samtals210.000 kr.

 

Nr. 2SkýringarÁrið 2020
SkákmótKaka v / Afmælisskákmóts Róberts Lagermans9.037 kr.
Verðlaunapeningar og Bikar38.763 kr.
Samtals47.800 kr.

 

Nr. 3SkýringarÁrið 2020
SkákvörurBók um Friðrik Ólafsson9.900 kr.
Vörur frá IKEA3.550 kr.
Samtals13.450 kr.

 

Nr. 4SkýringarÁrið 2020
SkákklukkurHver skákklukka verðmetin á 5.500 kr.93.500 kr.
TaflmennHvert sett af taflmönnum á 2.000 kr.22.000 kr.
DúkarHver dúkur á 500 kr.5.000 kr.
Samtals120.500 kr.

 

Nr. 5SkýringarÁrið 2020
Eldri skákborð2 Viðarborð1.000 kr.
1 Marmaraborð1.000 kr.
1 Litaborð500 kr.
1 Viðarborð mjúkur500 kr.
Eldri dúkar15 dúkar á 300 kr.4.500 kr.
Samtals7.500 kr.

 

Nr. 6SkýringarÁrið 2020
Vörur frá IKEAMyndarammar og pappakassar. (12.985 kr. + 3.550 kr.)16.535 kr.
Samtals16.535 kr.

 

Nr. 7SkýringarÁrið 2020
Skáksett frá SÍ.13 Skáksett (tafl + dúkar) á 2.500 kr. settið.32.500 kr.
8 Skákklukkur á 5.500 kr. stykkið.44.000 kr.
Samtals76.500 kr.
Ath.Hluti af þessum skáksettum verður gefið tilBúsetukjarna og Athvarfa.

 

Nr. 8SkýringarÁrið 2020
Bækur184 Íslenskar bækur á 1.000 kr.184.000 kr.
123 Erlendar bækur á 500 kr.61.500 kr.
Bók um Friðrik Ólafsson9.900 kr.
Samtals255.400 kr.

 

Nr. 9SkýringarÁrið 2020
New in Chess10 árg. á 3.000 kr.33.000 kr.
3 árbækur (eldri) á 1.500 kr.4.500 kr.
23 stök blöð á 500 kr.11.500 kr.
Samtals49.000 kr.

 

Nr. 10SkýringarÁrið 2020
Tímaritið SkákHrókurinn gaf Vinaskákfélaginu marga
árganga af tímaritinu. Metið á 25.000 kr.25.000 kr.
Samtals25.000 kr.

 

Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 5 maí 2021.

Góðan daginn félagar.

Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 11 maí 2020 til aðalfundar 5 maí 2021.

Aðalfundur félagsins var haldin 11 maí 2020. Helstu breytingar á stjórn félagsins voru þessar:
Forseti félagsins Róbert Lagerman var endurkjörinn til 2 ára. Næst verður kosið um forseta árið 2022.
Aðrir stjórnarmenn eru kjörnir til 1 árs í senn. Varaforseti Hörður Jónasson var endurkjörinn, eins og Ritari Hjálmar Hrafn Sigurvaldason.
Nýr Gjaldkeri var kosinn en það var Tómas Ponzi, en hann var varamaður áður.
Meðstjórnandi var kosinn Jóhann Valdimarsson.
Varamenn eru: Aðalsteinn Thorarensen og Arnljótur Sigurðsson.
Úr stjórn fór Elvar Örn Hjaltason.
Hrafn Jökulsson er svo áfram Verndari félagsins.

Þær breytingar urðu á félagatalinu á tímabilinu að núna eru félagar 107 talsins og bættist 1 félagi við á tímabilinu.
Vegna Covid-19 þá var bætt við á félagatalinu „Notendanafn“ sem þeir skákmenn sem tefla á netinu þ.e. á chess.com.
Þetta var gert til að auðvelda þeim sem sjá um skákmót á netinu að þekkja hverjir séu á bak við „Notendanafnið“.

Aðalfundur Skáksambandsins:
Á aðalfundi Skáksambandsins 13 júní, gerðist það að varaforseti Vinaskákfélagsins féll úr varastjórn, en áður hafði forseti félagsins Róbert Lagerman sem var ritari Skáksambandsins lýst því yfir að hann ætlaði að hætta í stjórninni. Aftur á móti var félagi okkar Elvar Örn Hjaltason kosinn inn í stjórn Skáksambandsins, en hann hafði farið úr stjórn Vinaskákfélagsins stuttu áður.
Eftir aðalfundinn lýstu félagar í Vinaskákfélaginu og þá sérstaklega Verndari félagsins Hrafn Jökulsson vonbrigði við því að varaforseti félagsins skyldi falla úr varastjórn Skáksambandsins.

Styrkir sem félagið fékk:
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund 11 júní 2020 var ákveðið að sækja aftur um styrk frá Geðhjálp að upphæð 100.000 kr. Í umsókninni var talað um að nota styrkinn í annars vegar í skákmótið um Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn 10 október 2020 og hins vegar í Kleppsmótið sem er haldið í desember ár hvert.
Geðhjálp samþykkti styrkinn til okkar að upphæð 100.000 kr.

Sótt var um styrk hjá Reykjavíkurborg haustið 2020.
Forsaga þess er að í byrjun árs 2020 fengum við neitum frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þannig að á stjórnarfundinum 11 júní 2020 var ákveðið að forseti félagsins Róbert Lagerman skyldi tala við Borgarstjóra og reyna koma Vinaskákfélaginu á föst fjárlög. Þegar skoðað var hvað önnur skákfélög fengu í styrk, kom það okkur það verulega á óvart hvað önnur skákfélög fengu háa styrki.
Verndari félagsins Hrafn Jökulsson gekk líka í málið og var send afar nákvæm og flott umsókn með myndum til Íþrótta- og Tómstundasvið Reykjavíkur. Sótt var um 1 milljón kr. Enn fremur átti Hrafn Jökulsson samtöl við Borgarstjóra um málið. Til að gera langt mál stutt, þá fengum við neitun í byrjun árs 2021.
Þetta kom okkur í stjórn félagsins í opna skjöldu, þar sem við vonuðust til að fá einhverja styrksupphæð, þó hún mundi ekki vera 1 milljón.
Í kjölfarið fór Verndari vor Hrafn Jökulsson og ræddi málið við Borgarstjóra og svo var það 11 febrúar 2021 sem við fengjum tölvupóst, þar sem samþykkt var styrkur frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að upphæð 200.000 kr. (Helmingur útborgað í mars og hinn helmingur í september).

Eftir þau vonbrigði að varaforseti féll úr stjórn Skáksambandsins, þá fór í gang sumarið 2020, hvort Skáksambandið mundi styrkja Vinaskákfélagið, enda var félagið þá ekki með neina styrki komna í hús þá. Eftir að Róbert Lagerman og Hrafn Jökulsson sömdu við Skáksambandið, þá styrkti þeir okkur um 100.000 kr. Enn fremur styrktu þau okkur með skákbúnaði (Töfl og skákklukkur) að verðmæti 150.000 kr., sem komu í nokkrum skömmtum. Vinaskákfélagið var búið að ákveða að nota það til að gefa Búsetakjörnum, Athvörfum og Geðdeildum, töfl og skákklukkur.
Stjórn Vinaskákfélagsins þakkar Skáksambandinu kærlega fyrir styrkveitinguna.

Skákmót:
Í maí 2020 var enn nokkuð um samkomu takmarkanir vegna covid-19, en sumarið var gott og var aflétt flestum takmörkunum þannig að hægt var að tefla í raunheimum eins og orðað var, en frá mars til maí var mikið teflt á netinu.
Mikil umræða var sumarið og haustið 2020 um hvort og hvenær hægt væri að halda Íslandsmót Skákfélaga, en því móti hafði verið frestað, en það átti upphaflega að fara fram í mars 2020. Áætlað var að halda það í einhverju formi um haustið eða Október 2020, en um mánaðarmótin Júlí / Ágúst fór Covid veiran á flug aftur hér á landi og takmarkanir byrjuðu. Þó náðust að halda einhver skákmót um haustið, en þá var skellt í lás og öll skákmót voru afskrifuð fram yfir áramót. Áætlað var svo að halda mótið í mars, en því var enn og aftur frestað og núna er áætlað að halda Íslandsmót Skákfélaga í maí 2021. Svo var það 16 apríl að upplýsingar póstur frá Skáksambandinu kom á skak.is. Þar kom fram að 3 og 4 deildir voru aflýstar en 1 og 2 deild verða tefld. Það þýðir að A og B sveitir Vinaskákfélagsins sem voru í 3 deild, að úrslit verða eins og þau voru eftir fyrri hlutann. A sveitin heldur sig í 3 deild, en B sveitin fellur í 4 deild á næsta tímabili.

Fyrsta og eina skákmótið sem Vinaskákfélagið hélt í raunheimum frá maí 2020 var sumarmótið okkar í Vin Batasetur, Hverfisgötu 47.
Skákmótið var Afmælisskákmót Róberts Lagermans og var haldið mánudaginn 27 júlí en Róbert átti afmæli 29 júlí. Eins og alltaf þá er sumarmótið haldið yfirleitt í júlí mánuði og oftast hefur verið gott veður og teflt bæði inni og úti. Þetta var frábært skákmót og fjölmennt en 30 manns tóku þátt. Líklega er um met að ræða, en undirritaður hér man ekki eftir fjölmennara skákmóti.
Efstir og jafnir voru Guðmundur Kjartansson og Helgi Áss Grétarsson með 5 vinninga af 6 möguleikum. Róbert Lagerman varð síðan í 3 sæti. Hann var því Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2020.
Ákveðið var að tefld væri bráðabana skák ef 2 yrðu efstir og jafnir.
Guðmundur Kjartansson vann síðan Helga Áss í bráðabananum og vann þar með mótið.

Frétt um Afmælismótið er á heimasíðu félagsins:
https://www.vinaskak.is/gudmundur-kjartansson-2317-vann-helga-ass-gretarsson-2482-eftir-bradabana/

Eftir það voru skákmótin færð á netið eða á chess.com. Vinaskákfélagið er með grúbbu þar sem við notuðum til skákmóta.
Stærsta skákmótið á netinu var „Alþjóðlega Geðheilbrigðismótið“, en það var haldið 15 október. Alls tóku þátt 49 manns. Geðheilbrigðismótið er haldið í samstarfi við Taflfélag Reykjavíkur og var þetta 14 árið í röð sem mótið er haldið.

Hart var barist í mótinu og komu Jón Viktor Gunnarsson og forseti Vinaskákfélagsins Róbert Lagerman jafnir í mark með 7 vinninga af 9 möguleikum, en Jón Viktor vann á stigum. Í 3 sæti var Gauti Páll Jónsson með 6,5 vinning. Verðlaun voru glæsileg bæði verðlaunapeningar, bikar og bækur.

Sjá frétt um mótið á heimasíðu félagsins: GEÐVEIK SKÁK. Jón Viktor efstur. – Vinaskákfélagið (vinaskak.is)

Eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins hjá Vinaskákfélaginu er Jólaskákmótið á Kleppi. Þar er teflt við áhugamenn um skák frá Búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum og er glatt á hjalla. Mikið af verðlaunum, bókum og kaffi og kökur er á borðstólum. Styrkurinn frá Geðhjálp átti t.d. að fara í verðlaun frá þessu móti ásamt Geðheilbrigðismótinu. Því miður varð að fresta Kleppsmótinu, þar sem samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að hægt væri að halda mótið. Þetta mót er sérstakt og ekki hægt að halda það á netinu. Áformað er að reyna að halda það í vor eða sumar 2021.

Önnur skákmót:
Þau voru öll haldin á netinu eða á chess.com.
Haustmót Vinaskákfélagsins 2 nóvember 2020.
Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 9 nóvember 2020.
Vinamót Vinaskákfélagsins 16 nóvember 2020.
Nóvember skákmót Vinaskákfélagsins 23 nóvember 2020.
Vetrarskákmót Vinaskákfélagsins 30 nóvember 2020.
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 7 desember 2020.
Róbert Lagerman vann það mót.
Nýársskákmót Vinaskákfélagsins 4 janúar 2021.
Janúar skákmót Vinaskákfélagsins 25 janúar 2021.
Febrúar skákmót Vinaskákfélagsins 22 febrúar 2021.
Páskamót Vinaskákfélagsins 5 apríl 2021.
Róbert Lagerman vann það mót með fullu húsi.
Sjá öll úrslit skákmóta á heimasíðu félagsins:
https://www.vinaskak.is/urslit-skakmota-2020-2021/

Viðburðir:
Skemmtikvöldi Vinaskákfélagsins sem átti að vera í nóvember 2020 var frestað til janúar 2021, en var enn frestað og á stjórnarfundi 22 mars 2021 var skemmtikvöldinu frestað til haustsins.
Aftur á móti var hægt að halda Árshátíð félagsins, en upphaflega átti að halda hana í desember en náðist að halda hana 28 janúar 2021.

Sjá frétt um hana á heimasíðu félagsins:
https://www.vinaskak.is/glaesileg-arshatid-vinaskakfelagsins-2021/

Nýlunda var tekin upp hjá félaginu, að fara í heimsóknir hjá Búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum og gefa töfl og skákklukkur, eins og áður var minnst á hér á undan.
Búið er að heimsækja 2 staði eða Hlutverkasetrið og Búsetukjarnan á Flókagötu 29-31. Áformað er að heimsækja a.m.k. 3 aðra staði núna í vor og sumar.

Sjá frétt um heimsóknina í Hlutverkasetrið:
https://www.vinaskak.is/heimsokn-vinaskakfelagsins-i-hlutverkasetur-2021/

Sjá frétt um heimsóknina á Búsetukjarnan á Flókagötu 29-31:
https://www.vinaskak.is/heimsokn-vinaskakfelagsins-i-busetukjarnann-a-flokagotu-29-31/

Aðrar fréttir:
Samþykkt var á stjórnarfundi 14 janúar að varaforseti félagsins keypti bókaskáp, en bókaskápur sem er þegar til í „Skákhofinu í Vin“, er orðinn fullur. Þess má geta að varaforseti vann sumarið og haustið 2020 við að skrásetja allt bókasafnið í gagngrunn og er hægt að skoða það á heimasíðunni.

Heimasíða félagsins:
Á stjórnarfundi félagsins 14 janúar 2021 var samþykkt viðhald á heimasíðu félagsins www.vinaskak.is og að fá Tómas Ponzi í heimsókn til varaforseta til að laga linkinn „Gerast félagi“ og einnig „Myndagallery“. Gerði Tómas við linkinn „Gerast félagi“, en „Myndagallery“ verður lagað seinna. Það var áréttað á stjórnarfundi félagsins 22 mars.

Kveðja Varaforseti Hörður Jónasson.