Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Eldri Uppgjör Vinaskákfélagsins

Ársreikningur Vinskákfélagsins fyrir starfsárið 2021.

Bankareikn.0133 – 26 – 012306Kt: 630913 – 1010
Rekstrarreikningur Vinaskákfélagsins 2021
SkýringarRekstrartekjur.20212020
Seld bók2.500 kr.0 kr.
Skákmót0 kr.0 kr.
Nr. 1Styrkir309.000 kr.210.000 kr.
SamtalsTekjur311.500 kr.210.000 kr.

 

SkýringarRekstrargjöld.20212020
Nr. 2Skákmót110.735 kr.47.800 kr.
Nr. 3Skákvörur54.605 kr.13.450 kr.
Vefsíða27.964 kr.27.964 kr.
RSA – Öryggislykill Landsbankans1.200 kr.
Bókaskápur7.400 kr.
Kosnaður v/ aðalfundar Vinaskákf.5.051 kr.5.051 kr.
Nr. 4Jólaskákmót Vinaskákfélagsins13.679 kr.
Nr. 4Skemmtikvöld Vinaskákfélagins6.700 kr.7.195 kr.
SamtalsGjöld227.334 kr.101.460 kr.

 

SkýringarFjármagnstekjur og gjöld.20212020
Vaxtatekjur161 kr.86 kr.
Fjármagnstekjuskattur35 kr.19 kr.
Árgjald Debetskorts790 kr.790 kr.
Bankakostnaður326 kr.162 kr.
Fjármagnsgjöld alls1.151 kr.971 kr.
SamtalsHagnaður / Tap83.176 kr.107.655 kr.

 

Efnahagsreikningur Vinaskákfélagsins 2021.
SkýringarEignir:20212020
Bankareikningur 31/12.327.600 kr.244.414 kr.
17 DGT 2010 skákklukkur93.500 kr.93.500 kr.
11 Nýjir taflmenn 22.000 kr.
9 Nýjir taflmenn18.000
10 Nýjir dúkar 5.000 kr.
8 DGT nýjir dúkar4.000 kr.
15 eldri dúkar 4.500 kr.
16 eldri dúkar + borð7.800 kr.
5,5% afskr.Aðrar skákklukkur500 kr.900 kr.
10% afskr.27 Eldri taflmenn6.885 kr.7.650 kr.
25% afskr.4 Önnur eldri skákborð2.250 kr.3.000 kr.
Sýningarborð 2.250 kr.
4 sýningarborð2.500 kr.
5% afskr.Myndarammar15.709 kr.16.535 kr.
Nr. 5Skáksett frá Skáksambandinu + klukkur57.000 kr.76.500 kr.
10% afskr.Glerskápur2.000 kr.2.250 kr.
Nýr bókaskápur frá 20217.400 kr.
Litli bókaskápurinn1.000 kr.
Fundagerðabókin2.500 kr.
Nr. 6399 bækur309.100 kr.255.400 kr.
Nr. 7Tímaritið New in Chess63.500 kr.49.000 kr.
Tímaritið skák75.000 kr.75.000 kr.
Önnur tímarit37.100 kr.10.000 kr.
SamtalsEignir1.033.344 kr.867.899 kr.

 

SkýringarSkuldir.20212020
Skuldir0 kr.0 kr.
SamtalsSkuldir0 kr.0 kr.
SamtalsSkuldir / eigið fé1.033.344 kr.867.899 kr.

 

Nr. 1SkýringarÁrið 2021
StyrkirStyrkur frá Reykjavíkurborg200.000 kr.
Geðhjálp100.000 kr.
Styrkur v / Aðalfund Vinaskákfélagsins4.000 kr.
Styrkur v / New in Chess5.000 kr.
Samtals309.000 kr.

 

Nr. 2SkýringarÁrið 2021
SkákmótKaka v / Jólaskákmóts Vinaskákfélagsins4.545 kr.
Verðlaunapeningar, kaka og Bikar81.190 kr.
Íslandsmót Skákfélaga25.000 kr.
Samtals110.735 kr.

 

Nr. 3SkýringarÁrið 2021
SkákvörurBækur18.576 kr.
Kaffireikningur frá Íslandsmót skákfélaga19.550 kr.
Tímaritið New in Chess16.479 kr.
Samtals54.605 kr.

 

Nr. 4SkýringarÁrið 2021
Skemmtikv. Vinaskákf.Úttekið peningar-40.000 kr.
Skemmtikv. Vinaskákf.Skemmtikvöldið sjálft6.700 kr.
Jólamót Vinaskákf.Konfektkassi á jólamótinu1.279 kr.
Jólamót Vinaskákf.Verðlaunapeningar á jólamótinu10.000 kr.
Jólamót Vinaskákf.Gull, Silfur og Bronze pen. á jólamótið2.400 kr.
Samtals20.379 kr.
Lagt inn peningar á reikn. Vinask.19.621 kr.
Afstemming0 kr.

 

Nr. 5SkýringarÁrið 2021
Skáksett frá SÍ.14 Skáksett á 2.500 kr. stykkið35.000 kr.
4 Skákklukkur á 5.500 kr. stykkið22.000 kr.
Samtals57.000 kr.
Ath.Hluti af þessum skáksettum verður gefið tilBúsetukjarna og Athvarfa.

 

Nr. 6SkýringarÁrið 2021
Bækur192 Íslenskar bækur203.250 kr.
207 Erlendar bækur105.850 kr.
Samtals309.100 kr.

 

Nr. 7SkýringarÁrið 2021
New in Chess10 árg., á 3.000 kr.33.000 kr.
7 árbækur (eldri) á 1.500 kr.10.500 kr.
1 Árbók 141, árið 2021 á 3.000 kr.3.000 kr.
34 stök blöð á 500 kr.17.000 kr.
Samtals63.500 kr.

 

Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 8 maí 2022.

Góðan daginn félagar.

Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 5 maí 2021 til aðalfundar 8 maí 2022.

Aðalfundur félagsins var haldin 5 maí 2021. Engar breytingar voru á stjórn félagsins, en Forseti félagsins Róbert Lagerman var á sínu seinna tímabili. Aðrir í stjórn félagsins eru: Varaforseti: Hörður Jónasson, Gjaldkeri: Tómas Ponzi, Ritari: Hjálmar Hrafn Sigurvaldason og Meðstjórnandi er Jóhann Valdimarsson.
Varamenn eru: Aðalsteinn Thorarensen og Arnljótur Sigurðsson.
Hrafn Jökulsson er svo áfram Verndari félagsins.

Nokkrar breytingar urðu á félögum á tímabilinu, nokkrir fóru úr og aðrir komi inn í staðinn. Stærstu breytingarnar voru þegar Ólafur B. Thorsson kom inn en hann er sterkur skákmaður með cirka 2150 skákstig. Með honum komu fleiri og má nefna t.d. Guðjón Heiðar Valgarðsson og Sturla Þórðarson. Þessar breytingar komu um haustið 2021 eða fyrir Íslandsmót skákfélaga. En það voru ekki bara nokkrir sem komu inn, það fóru nokkrir úr félaginu. Þeir helstu voru Ingi Tandri Traustason, Kjartan Ingvarsson og Héðinn Briem. Þessir félagar voru búnir að vera lengi hjá félaginu. Nú eru félagar 114 talsins. Ennfremur ákvað forseti félagsins að taka eitt tímabil enn með skákfélagið Selfossi og nágrenni, en ætlar að koma aftur til félagsins fyrir næsta aðalfund 8 maí 2022.

Aðalfundur Skáksambandsins:

Á aðalfundi Skáksambandsins 29 maí 2021 bar það helst til tíðinda að Hörður Jónasson varforseti og Hjálmar Sigurvaldason ritari, fengu viðurkenningu eða gull merki Skáksambandsins fyrir frábært starf með að virkja fólk með geðraskanir til þess að tefla. Annað sem gerðist var að samþykkt var að bæta við Úrvalsdeild í Íslandsmóti skákfélaga, sem 6 félög eru í. Vinaskákfélagið er með 2 lið og voru þau í 3ju og 4ju deild.
Félagar í Vinaskákfélaginu eru núna ekki með neinn í stjórn Skáksambandsins og er það af sem áður var.

Styrkir sem félagið fékk:

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund 9 júní 2021 var ákveðið að sækja aftur um styrk frá Geðhjálp að upphæð 100.000 kr. Í umsókninni var talað um að nota styrkinn í annars vegar í skákmótið um Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn 10 október 2020 og hins vegar í Crazy Culture skákmótið.
Þann 14 október samþykkti Geðhjálp (eða geðsjóður eins og það heitir núna) styrkinn til okkar að upphæð 100.000 kr.
Sótt var um styrk að upphæð 250.000 kr., hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar haustið 2021 og fengum við 200.000 kr. Fyrri hluti í mars og seinni hluti í september 2022.

Viðburðir:

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið með glæsibrag á Kex Hostel laugardaginn 4 desember. Þennan dag var Heimsmeistara einvígi þeirra Magnús Carlsen gegn Ian Nepomniachtchi sýnt, en það var 7 einvígisskákin.
Árshátíðin okkar var haldin á veitingastaðnum Hereford steikhús föstudaginn 18 febrúar 2022. Nokkur umræða var um hvaða veitingahús ætti að velja, en á stjórnarfundi 9 júní 2021, þá var ákveðið að Tómas Ponzi væri valinn til að finna hentugan stað. Einn af félögum okkar hann Ólafur Thorsson sagði stjórninni frá hentugum stað og eftir miklar umræður um þetta, þá var þessi veitingastaður valinn. Árshátíðin var öll hin glæsilegasta og flottur matur. Hópmynd var síðan tekin af félögum sem sóttu árshátíðina.

 

Áfram var farið í heimsóknir hjá Búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum til að gefa töfl og skákklukkur á árinu 2021.

Þann 2 júlí á afmælis degi varaforseta var farið í heimsókn í Búsetukjarnann Gunnarsbraut 51 til að gefa töfl og skákklukku. Á sumarskákmóti Vinaskákfélagsins, 27 júlí sem bar nú heitið „Sumargeðmót Vinaskákfélagsins“, voru gefin töfl, skákklukkur og skákbækur til Hlutverkaseturs, Flókagötu 29-31 og búsetukjarna á Hverfisgötu, en þar tók við gjöfum fyrrum starfsmaður Vinjar hún Silvía.

Þann 21 febrúar 2022 byrjaði Vinaskákfélagarnir Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason að heimsækja Þjónustumiðstöð aldraða að Aflagranda 40 alla mánudaga til að tefla skák. Til minnis, þá hafa þeir félagar heimsótt Hlutverkasetur og verið með fyrirlestur og skákkennslu frá árinu 2013. Þeir félagar komu færandi hendi að Aflagranda og gáfu töfl og skákklukku. Áætlað er að halda áfram að gefa töfl og skákklukkur til Búsetukjarna, Athvörf og Geðdeilda á árinu 2022.

Gjafir:

Vinaskákfélaginu bárust glæsilegar bókagjafir á árinu 2021. Þann 16 júní 2021 gaf Bragi Halldórsson bókina sína „Heimsbikarmót á Stöð 2 í Reykjavík 1988.”, en það voru 20 bækur sem hann gaf. Þær eru ætlaðar til verðlauna á skákmótum Vinaskákfélagsins og einnig til gjafar á Búsetukjarna. Einnig gaf Grímur Grímsson nokkrar skákbækur til bókasafns félagsins og þakkar Vinaskákfélagið þeim fyrir glæsilegar gjafir. Þess má geta að til koma öllum þessum bókum fyrir á bókasafninu, þá bætti félagið við sig öðrum bókaskáp.

Skákmót:

Sumarið 2021 var gott þar sem covid-19 veiran var í lámarki. Flestum takmörkunum var aflétt þannig að hægt var að tefla í raunheimum.
Stærsta mótið okkar er oftast sumarmótið. Í ár hét það „Sumargeðmót Vinaskákfélagsins“. Það var í alla staði glæsilegast, enda voru ekki bara þeir verðlaunaðir sem unnu, heldur fóru fólk með geðraskanir klifaðir af gjöfum (töfl, skákklukkum og skákbókum).
Sigurvegarar á þessu móti voru:
1. Sæti Davíð Kjartansson en hann fékk einnig áritaða bók Friðriks Ólafssonar „The Chess Saga of Friðrik Ólafsson“.
2. sæti varð Ólafur Thorsson og í 3. Sæti varð Róbert Lagerman.
Sjá frétt um mótið á heimasíðu félagsins: https://www.vinaskak.is/david-kjartansson-sigradi-a-sumargedmoti-vinaskakfelagsins-2021/

Annað skákmót sem vert er að minnast er Crazy Culture skákmótið sem núna var haldið í 3ja sinn. Ákveðið var að hafa farandbikar á þessu móti, en það var Ólafur Thorsson sem vann þetta mót. Sjá frétt um mótið á heimasíðu félagsins: https://www.vinaskak.is/olafur-thorsson-sigradi-crazy-culture-skakmot-vinaskakfelagsins/

Eitt af stóru skákmótunum sem Vinaskákfélagið er með er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það er haldið í kringum 10 október sem er alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis. Í ár var mótið haldið 14 október í samstarfi við TR.
Mótið var hið glæsilegasta og margir sterkir skákmenn koma á það. Þetta mót var núna haldið í 15 sinn, en mótið 2020 var haldið á netinu. Sigurvegari varð Vignir Vatnar Stefánsson sem fékk 9 vinninga af 9 mögulegum. Fullt af verðlaunum var á mótinu ásamt Bókum frá Skruddu bókaforlaginu og Birnukaffi var á sínum stað.
Frekari fréttir af þessu móti er hægt að sjá á heimasíðu félagsins: https://www.vinaskak.is/vignir-vatnar-sigradi-a-althjodlega-gedheilbrigdisskakmotinu-2021/

Eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins hjá Vinaskákfélaginu er Jólaskákmótið á Kleppi. Þar er teflt við áhugamenn um skák frá Búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum og er glatt á hjalla. Mikið af verðlaunum, bókum og kaffi og kökur er á borðstólum. Styrkurinn frá Geðhjálp átti t.d. að fara í verðlaun frá þessu móti ásamt Geðheilbrigðismótinu. Því miður varð að fresta Kleppsmótinu, þar sem samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að hægt væri að halda mótið. Þetta mót er sérstakt og ekki hægt að halda það á netinu. Áætlað er að halda það með pomp og prakt um næstu jól 2022.

Íslandsmót skákfélaga:

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund þann 9 júní var samþykkt að Vinaskákfélagið skyldi senda 2 lið á Íslandsmót skákfélaga. Ennfremur var ákveðið að Hörður Jónasson og Róbert Lagerman skyldu vera liðstjórar.

Eftir að 1 deildin kláraði mótið í mars 2021, þá var samþykkt á aðalfundi Skáksambandsins að 6 félög skyldu tefla í úrvaldsdeild og síðan væru 1-4 deild eða það var fjölgað um 1 deild. Nú kom í ljós að A sveit Vinaskákfélagsins mundi vera í 3 deild og B sveitin í 4 deildinni. Nokkrar breytingar voru á meðlimum Vinaskákfélögum fyrir fyrri hlutann sem var tefld 1-3 október. Þannig var t.d. Guðjón Heiðar Valgarðsson á 1. Borði og Ólafur Thorsson á 2. Borði í A sveitinni. Tefld voru 4 umferðir í fyrri hlutanum. Eftir fyrri hlutann var A sveitin í 3ja sæti með 6 stig af 8 möguleikum, en TR-d og Skákfélag Akureyrar C- lið voru með fullt hús.

Seinni hlutinn var síðan tefld 5-6 mars en þá voru tefldir 3 umferðir. Ljóst var að A sveitin þyrfti að vinna allar viðureignirnar til að komast upp í 2 deild. Það tókst en í síðustu umferðinni tefldum við, við lið SA-c sveit, en við urðum að vinna þá, þar sem TR-d hafði þegar sigrað 3 deildina. Þetta tókst hjá okkur en við unnum þá 4-2 og lentum því í 2. sæti. Næsta haust teflir A sveitin því í 2 deildinni og þurfum við að styrkja okkur töluvert fyrir þann slag. B – sveitin synti lygna sjó og verður áfram í 4 deildinni. Hér sést hluti af A sveitinni ásamt liðstjóra að taka við verðlaunum að móti loknu.

 

Listi yfir skákmót Vinaskákfélagsins tímabilið maí 2021 til maí 2022:
Sumargeðmót Vinaskákfélagsins 27 júlí.
Boðsmót Vinaskákfélagsins 14 ágúst.
Crazy Culture skákmótið 23 ágúst.
Haustmót Vinaskákfélagsins 20 september á netinu.
Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti 1-3 október.
Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið 14 október.
Vinaslagur 1, 2, 3 og 4 voru 1, 8, 15 og 22 nóvember á netinu.
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 13 desember.
Nýársskákmót Vinaskákfélagsins 10 janúar 2022 á netinu.
Þorraskákmót Vinaskákfélagsins 24 janúar 2022 á netinu.
Æfingaskákmót Vinaskákfélagsins 19 febrúar 2022.
Íslandsmót skákfélaga, seinni hluti 5-6 mars 2022.
Páskamót Vinaskákfélagsins 28 mars 2022.

Sjá öll úrslit skákmóta Vinaskákfélagsins:
https://www.vinaskak.is/dagskra/urslit-skakmota/

Heimasíða félagsins:

Um vorið 2021 hittumst þeir félagar Hörður Jónasson varaforseti og Tómas Ponzi gjaldkeri félagsins til að setja inn nýja myndagalleríið sem heldur betur hefur lukkast vel og hefur Hörður sett inn meira en 1.000 myndir af ýmsum viðburðum og skákmótum í myndagalleríið.
Í nóvember 2021 fór Varaforseti Hörður Jónasson á námskeið í Vefsíðugerð í fjarnámi. Þetta gerði hann til að geta betur sinnt Heimasíðu félagsins, en hann hefur séð um hana síðustu árin.

Heimasíða félagsins er: www.vinaskak.is

Kveðja Varaforseti Hörður Jónasson.