Ársreikningar fyrir bæði Minningarsjóð Hrafns Jökulssonar og Vinaskákfélagsins fyrir 2023.
Rekstrarreikningur fyrir Minningarsjóð Hrafn Jökulssonar fyrir árið 2023.
Reikningur: 0133-15-005173.
Dags. | Texti | Gjöld | Tekjur |
1 sept.-31 des. | Styrkir | 1.021.542 kr. | |
1 nóvember | Millifært frá Vinaskákfélaginu | 85.000 kr. | |
3 Nóvember | 1. verðl. Hjörvar Steinn | 50.000 kr. | |
3 Nóvember | 3. verðl. Jón Viktor | 20.000 kr. | |
6 Nóvember | Jón Viktor millif. | 20.000 kr. | |
31 Desember | Vextir | 9.529 kr. | |
31 Desember | Fjármagnstekjuskattur | 2.096 kr. | |
Samtals | 72.096 kr. | 1.136.071 kr. | |
Tekjur umfram gjöld flutt á Efnahag | 1.063.975 kr. | ||
Jöfnun | 1.136.071 | 1.136.071 |
Efnahagsreikningur fyrir Minningarsjóð Hrafn Jökulssonar fyrir árið 2023.
Reikningur: 0133-15-005173.
Dags. | Texti | Eignir | Skuldir / Eigið fé |
1 Jan. | Bankareikningur | 0 kr. | |
Millisumma | 0 kr. | 0 kr. | |
31 Des. | Bankareikningur | 1.063.975 kr. | |
31 Des. | Tekjur umfram gjöld flutt á Efnahag | 1.063.975 kr. | |
Jafnað | 1.063.975 kr. | 1.063.975 kr. |
Ársreikningur Vinaskákfélagsins fyrir starfsárið 2023.
Reikningur 0133-26-012306.
Skýringar | Rekstrartekjur | Árið 2023 | Árið 2022 |
Selt taflsett | 1.000 kr. | ||
Keppnisgreiðsla vegna Ísl. skákfélaga | 40.000 kr. | ||
Laun til Stjórnarmanna | 40.000 kr. | ||
Nr.1 | Styrkir | 1.275.000 kr. | |
Styrkir til Hrafn Jökulssonar | |||
Tekjur Samtals | 1.275.000 kr. | 822.500 kr. |
Skýringar | Rekstrargjöld | Árið 2023 | Árið 2022 |
Nr.2 | Skákmót | 476.642 kr. | 441.852 kr. |
Nr.3 | Skákvörur | 56.259 kr. | 48.341 kr. |
Vefsíða | 28.277 kr. | 28.277 kr. | |
Vinaskákfélagið millif. á Minningasjóð H.J. | 85.000 kr. | ||
Styrkir til Hrafn Jökulssonar | 194.000 kr. | ||
Laun til Stjórnarmanna | 40.000 kr. | ||
Árshátíð Vinaskákfélagsins feb. 2023 | 15.000 kr. | 18.000 kr. | |
Kostnaður v. stjórnarfunda | 2.507 kr. | ||
Blóm v. jarðafara Hrafns Jökulssonar | 32.800 kr. | ||
Styrkur til ekkju Hrafns Jökulssonar | 40.000 kr. | ||
Keppnisgreiðsla vegna Ísl. skákfélaga | 40.000 kr. | ||
Heiðursverðlaun Vinaskákfélagsins | 26.500 kr. | ||
Kosnaður v/ aðalfundar Vinaskákfélagsins | 8.130 kr. | ||
20 ára afmælisveisla Vinaskákfélagsins | 55.879 kr. | ||
Gjöf (konfektkassar) til ÍsSpor og Skruddu | 7.225 kr. | ||
Veitingar v/ jólaskákmót Vinaskákfélagsins | 5.000 kr. | ||
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins | 13.780 kr. | ||
Gjöld Samtals | 843.912 kr. | 819.557 kr. |
Skýringar | Fjármagnstekjur og gjöld | Árið 2023 | Árið 2022 |
Vaxtatekjur | 7.072 kr. | 1.261 kr. | |
Fjármagnstekjuskattur | 1.556 kr. | 277 kr. | |
Árgjald Debetkorts | 790 kr. | 790 kr. | |
Bankakostnaður | 522 kr. | 558 kr. | |
RSA auðkennislykill | 1.200 kr. | 0 kr. | |
Fjármagnstekjur og gjöld alls | 3.004 kr. | 364 kr. | |
Hagnaður / tap | 434.092 kr. | 2.579 kr. |
Skýringar | Eignir | Árið 2023 | Árið 2022 |
Bankareikningur 31.12 | 764.271 kr. | 330.179 kr. | |
22 DGT 2010 Skákklukkur | 121.000 kr. | ||
Nr.4 | 24 DGT 2010 Skákklukkur (2 gjafaklukkur) | 132.000 kr. | |
Nr.4 | 10 DGT 2010 Skákklukkur gjöf frá SÍ. | 55.000 kr. | |
Taska undir Skákklukkur | 10.000 kr. | ||
13 Nýjir taflmenn | 26.000 kr. | ||
Nr.4 | 11 Nýjir taflmenn | 22.000 kr. | |
26 Eldri taflmenn | 2.600 kr. | ||
Nr.4 | 6 Eldri taflmenn | 600 kr. | |
13 DGT nýjir dúkar | 6.500 kr. | ||
Nr.4 | 10 DGT nýjir dúkar | 5.000 kr. | |
15 eldri dúkar | 1.500 kr. | ||
Nr.4 | 10 eldri dúkar | 1.000 kr. | |
Nr.5 | Skáksett til gjafa | 8.000 kr. | |
1 Marmaraborð | 2.500 kr. | ||
10% afskr. | Nýtt Sýningarborð + Þrífótur | 14.067 kr. | 15.630 kr. |
3 eldri Sýningarborð | 0 kr. | 0 kr. | |
Myndarammar | 14.924 kr. | 14.924 kr. | |
4 Plastkassar | 10.570 kr. | 10.570 kr. | |
Skáksett frá Skáksambandinu + klukkur | 22.000 kr. | ||
Glerskápur | 2.000 kr. | 2.000 kr. | |
15% afskr. | Bókaskápur frá 2021 | 5.661 kr. | 6.660 kr. |
Afskr. | Litli bókaskápurinn | 0 kr. | 900 kr. |
Fundargerðabókin | 2.250 kr. | 2.250 kr. | |
380 Bækur | 293.300 kr. | ||
Nr.6 | 361 Bækur | 273.535 kr. | |
Uppfærsla | Tímaritið New in Chess | 122.750 kr. | 74.500 kr. |
Uppfærsla | Tímaritið skák | 158.200 kr. | 75.000 kr. |
Íslensk tímarit | 23.400 kr. | 23.200 kr. | |
Erlend tímarit | 15.400 kr. | 15.400 kr. | |
Samtals eignir | 1.640.628 kr. | 1.046.613 kr. |
Skýringar | Skuldir | Árið 2023 | Árið 2022 |
Skuldir | 0 kr. | 0 kr. | |
Samtals skuldir | 0 kr. | 0 kr. | |
Skuldir / Eigið fé | 1.640.628 kr. | 1.046.613 kr. |
Nr.1 | Skýringar | Árið 2023 |
Styrkir | Styrkur frá Reykjavíkurborg | 200.000 kr. |
Styrktarsjóður Geðheilbrigðis | 250.000 kr. | |
Aðrir styrkir | 500.000 kr. | |
Lýðheilsusjóður | 250.000 kr. | |
Skáksamband Íslands v/ minningarsjóðs | 75.000 kr. | |
Samtals | 1.275.000 kr. |
Nr.2 | Skýringar | Árið 2023 |
Skákmót | Verðlaunapeningar frá ÍsSpor + annar kostn. | 72.317 kr. |
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins | 26.867 kr. | |
Íslandsmót skákfélaga | 110.000 kr. | |
Matur og drykkir v. Íslandsmót skákfélaga | 32.441 kr. | |
Leigulbílar v. Íslandsmót skákfélaga | 7.370 kr. | |
Fjöltefli Vinaskákfélagsins | 6.940 kr. | |
Kaffireikningar v. Íslandsmót skákfélaga | 50.000 kr. | |
Kaffireikningur + bókaverðlaun á jólamóti á Kleppi | 16.722 kr. | |
Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson | 40.725 kr. | |
20 ára afmælisskákmót Vinaskákfélagsins | 73.260 kr. | |
Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins | 35.000 kr. | |
Almennur bensínkostnaður v. skákmóta | 5.000 kr. | |
Samtals | 476.642 kr. |
Nr.3 | Skýringar | Árið 2023 |
Skákvörur | Prentkostnaður | 5.000 kr. |
Aukaútgáfa vegna Heimsmeistaraeinvígi Fischer og Spassky | 16.000 kr. | |
Tímaritið Skák, vor og haust 2023 | 5.000 kr. | |
Tæknibær, millistykki | 3.990 kr. | |
Skákbækur | 18.619 kr. | |
Skákvörur frá Ikea | 7.650 kr. | |
Samtals | 56.259 kr. |
Nr.4 | Skýringar | Árið 2023 |
Töfl + dúkar og | 11 Nýjir taflmenn á 2.000 kr. | 22.000 kr. |
skákklukkur | 6 Eldri taflmenn á 100 kr. | 600 kr. |
10 DGT nýjir dúkar á 500 kr. | 5.000 kr. | |
10 eldri dúkar á 100 kr. | 1.000 kr. | |
24 DGT 2010 skákklukkur á 5.500 kr. | 132.000 kr. | |
10 DGT 2010 Skákklukkur gjöf frá SÍ. | 55.000 kr. | |
Samtals | 215.600 kr. |
Nr.5 | Skýringar | Árið 2023 |
Skáksett til gjafa | 1 Nýir taflmenn á 2.000 kr. | 2.000 kr. |
1 DGT nýjir dúkar á 500 kr. | 500 kr. | |
1 Skákklukka á 5.500 kr. | 5.500 kr. | |
Samtals | 8.000 kr. | |
Þessum skáksettum | verður gefið til Búsetukjarna og Athvarfa |
Nr.6 | Skýringar | Árið 2023 |
Bækur | 149 Íslenskar bækur | 150.460 kr. |
212 Erlendar bækur | 123.075 kr. | |
Samtals | 273.535 kr. |
Rekstrareikningur Vinaskákfélagsins 2023.
Reikningur nr. 0133-26-012306
Dags. | Texti | Gjöld | Tekjur |
Janúar – Des. | Tekjur | 1.275.000 kr. | |
Janúar – Des. | Gjöld | 843.912 kr. | |
Janúar – Des. | Vextir | 7.072 kr. | |
Janúar – Des. | Fjármagnstekjuskattur | 1.556 kr. | |
Janúar – Des. | Fjármagnsgjöld | 2.512 kr. | |
Samtals | 847.980 kr. | 1.282.072 kr. | |
Tekjur umfram gjöld flutt á Efnahag | 434.092 kr. | ||
Jöfnun | 1.282.072 kr. | 1.282.072 kr. |
Efnahagsreikningur Vinaskákfélagins 2023.
Reikningur nr. 0133-26-012306
Dags. | Texti | Eignir | Skuldir / Eigið fé |
1 Jan. | Bankareikningur | 330.179 kr. | |
1 Jan. | Eignir | 716.434 kr. | |
Millisumma | 1.046.613 kr. | 0 kr. | |
31 Des. | Bankareikningur | 764.271 kr. | |
31 Des. | Eignir fluttir á eigið fé | 864.357 kr. | |
31 Des. | Tekjur umfram gjöld flutt á Efnahag | 434.092 kr. | |
31 Des. | Aukning / minnkun á eign flutt á Efnahag | 159.923 kr. | |
Jafnað | 1.640.628 kr. | 1.640.628 kr. |
Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 27 apríl 2024.
Góðan daginn félagar.
Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 5 maí 2023 til aðalfundar 27 apríl 2024.
Aðalfundur félagsins var haldin 5 maí 2023. Stjórn Vinaskákfélagsins var endurkjörin, en ekki þurfti að kjósa forseta félagsins, þar sem kjörtímabil hans er til 2ja ára og næst verður kosið um forseta á aðalfundi 2024. Áður var Ólafur Thorsson farin úr stjórn. Nýr varamaður kom inn en það var Arnljótur Sigurðsson ásamt Aðalsteini Thorarensen sem var varamaður fyrir.
Verndari félagsins er Halldóra Pálsdóttir forstöðukona Vinjar.
20 ára afmæli Vinaskákfélagsins.
Árið 2023 var 20 ára afmæli félagsins og var margt gert í tilefni þess.
Glæsileg afmælis veisla var haldin 27 maí 2023.
Var skrifuð grein um hana á heimasíðunni, sjá: Glæsileg 20 ára afmælisveisla Vinaskákfélagsins 2023
Þar var t.d. glæsileg súkkulaði kaka, brauðréttur og fleira góðgæti ásamt kaffi og gosi var á boðstólum. Forsetinn hélt ræðu sem einnig er hægt að sjá á linknum hér á ofan.
Einnig afhenti forsetinn svo Heiðursverðlaun til Róberts Lagermans fyrir vel unnin störf í þágu Vinaskákfélagsins. Arnar Valgarðsson gat ekki komið þarna til að taka á móti sínum heiðursverðlaunum, en tók á móti þeim á Fjöltefli sem var haldið 3 júlí.
Margt gesta kom á afmælið og má geta þess að Róbert Lagerman og Helgi Áss Grétarsson tóku í skák þarna.
Þá var ákveðið að halda Fjöltefli í tilefni afmælisins og fenginn var stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson til að tefla við skákmenn undir 2000 skákstigum.
3 júlí var góður dagur, sólskyn í heiði og var ákveðið að tefla skyldi úti. 9 manns tefldu við stórmeistarann og vann hann 8 skákir en féll á tíma í einni skákinni.
Sæmi Rokk heiðraði okkur með komu sinni og lék hann fyrsta leikinn.
Sjá grein um fjölteflið: Glæsilegt fjöltefli í Vin í sól og sumaryl 3 júli 2023
Í lok fjölteflisins afhenti forseti Hörður svo Heiðursverðlaun til Arnars Valgeirssonar fyrir vel unnin störf í þágu Vinaskákfélagsins.
Að sjálfsögðu var svo ekki hægt annað en að sumarskákmótið okkar yrði í leiðinni afmælismót Vinaskákfélagsins.
Það var mikið húllum hæ, en 24 skákmenn tóku þátt og eins og alltaf, þá var teflt bæði úti og inni.
Halldóra Pálsdóttir forstöðukona Vinjar lék fyrsta leikinn fyrir Davíð Kjartansson.
Sjá frétt um mótið: Róbert Lagerman vann fjölmennt afmælisskákmót Vinaskákfélagsins 2023
Ekki er hægt að ljúka við að segja frá 20 ára afmælinu án þess að minnast á hina höfðinglegu gjöf sem Skáksambandið gaf Vinaskákfélaginu. En það voru 10 áritaðar skákklukkur og taska undir þær. Sjá þakkar bréf sem Hörður forseti skrifaði á heimasíðuna af þessu tilefni. Sjá greinina: https://www.vinaskak.is/vinaskakfelagid-thakkar-fyrir-glaesilega-gjof/
Stjórnarmaður rekinn úr stjórninni og meðlimur í Vinaskákfélaginu rekinn úr félaginu.
Ekki er hægt að sleppa því að geta um baráttu stjórnarinnar við þá félaga Ólaf B Thorsson og Hjálmar Sigurvaldason.
Þetta er í raun framhalds saga frá árinu 2022, en í skýrslu stjórnar í fyrra, var sagt frá brotum Ólafs B. Thorssonar. Núna í sumar hélt áfram ýmis núningur milli stjórnar og Ólafs. Í ræðu sem forseti hélt á 20 ára afmæli félagsins 27 maí, þar sem forseti afhenti heiðursverðlaun til Róberts Lagermans fyrir vel unnin störf í þágu Vinaskákfélagsins, þá nokkrum dögum síðar gerði Ólafur athugasemd við ræðuna að það ætti að heiðra Hjálmar Sigurvaldason líka, sérstaklega vegna Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson sem þeir Ólafur héldu í Smáralindinni. Hann Ólafur margítrekaði þetta við ýmis tækifæri, en heiðurverðlaun eru ekki bara einhver verðlaun sem allir geta fengið. Þetta er fyrir vel unnin störf í mörg ár fyrir Vinaskákfélagið.
Svo síðar um sumarið 2023, þá bað Gauti Páll Jónsson ritstjóri Tímaritsins Skákar, Hörð forseta að skrifa grein um Vinaskákfélagið sem mundi svo birtast í tímaritinu haustið 2023. Svo háttaði til að Ólafur sá handritið áður en það kom í prentun og sá strax að forseti hafði ekki getið um Minningarskákmótið þeirra í Smáralindinni.
Hann var alls ekki sáttur við greinina og krafðist þess að forseti bætti inn í greinina setningu um þeirra þátt í Minningarskákmótinu. Forseti lét stjórnina vita um þetta og svarið er að þetta skákmót var ekki á vegum Vinaskákfélagsins, þannig að stjórnin taldi ekki þörf á að minnast á þetta.
Enn fremur má benda á að þegar forseti félagsins er beðinn að skrifa grein um Vinaskákfélagið, þá hefur hann frjálsar hendur að skrifa, ef hann hefur allar staðreyndir réttar.
Svo var það seint í ágúst í símtali við forseta, þá hótaði Ólafur því að ef forseti skrifaði ekki greinina eftir hans höfði, þá mundi hann og margir af hans vinum segja sig úr félaginu.
Þegar hér var komið sögu var stjórninni nóg boðið. Boðað var til neyðar stjórnarfundar 26 ágúst, þar sem samþykkt var áminning á Ólaf B Thorsson. Eins var ákveðið að A sveitin skyldi ekki taka sæti í 1 deild, heldur tefla í annarri deild. Kem að þessu síðar betur, þegar farið er í skákmótin.
Svo er það í nóvember 2023 sem fréttir berast af þeim félögum vera að taka ófrjálsri hendi listaverk og sáust þeir á eftirlits myndavél og fóru þessar myndir um samfélagsmiðla. Þess má geta að Vinaskákfélagið er með Siðareglur og þegar allt er tekið saman brotin síðustu ár. Þá var ákveðið að boða til stjórnarfundar 27 nóvember, þar sem ákveðið var að reka Ólaf B Thorsson úr Vinaskákfélaginu og að reka Hjálmar Sigurvaldason úr stjórninni vegna þessa og trúnaðarbrota, þar sem hann lekur öllu í Ólaf B. Hann var þannig orðinn óbreyttur félagsmaður. Ólafur fékk þarna sína aðra áminningu og Hjálmar sína fyrstu áminningu. Í desember þá hótuðu þeir að boða til aukaaðalfundar, enda töldu þeir að reka Hjálmar úr stjórninni væri ólöglegt og einnig að reka félagsmann úr félaginu.
Í aðdraganda seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga, þá var ljóst að mun færri mundu tefla, heldur en í fyrri hlutanum, þar sem vinir Ólaf B Thorssonar tefldu ekki.
Þess má geta að stjórnin bauð þeim að mæta á stjórnarfund 11 mars 2024. Vegna nýrra brota þeirra félaga, þá afturkallaði stjórnin boðið, en þeir voru reyndar líka búnir að afpanta boðið.
Ákveðið var síðan á stjórnarfundi þessum 11 mars að Ólafur Thorsson fékk lengra endurkomubann eða 2 ár til 11 mars 2026. Daginn áður bað Hjálmar Sigurvaldason forseta félagsins að taka sig út úr Vinaskákfélaginu og samþykkti stjórnin það og fékk hann líka 2 ára endurkomubann. Þetta er vegna ítrekaðar brota á Siðareglum félagsins t.d. með að selja varning í þágu Vinaskákfélagsins og fjölskyldu Hrafns Jökulssonar.
Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson.
Allt frá því að Hrafn Jökulsson lést, hefur verið talað um að Vinaskákfélagið héldi Minningarskákmót um hann. Róbert Lagerman byrjaði um haustið að tala um að gaman væri að stofna hér Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson og var vel tekið í það.
Á stjórnarfundi 26 ágúst var ákveðið að stofna Minningarsjóðinn. Voru svo settar reglur um sjóðinn og kosið til bráðabirgða 3 manna nefnd sem sæi um sjóðinn. Þeir sem eru í nefndinni voru: Róbert Lagerman, Hörður Jónasson og Tómas Ponzi. Þeir munu sjá um hann fram að fyrsta stjórnarfundi eftir Aðalfund, en þá á að kjósa 3ja manna nefnd til 2ja ára.
Styrkir sem félagið fékk:
Á stjórnarfundi 2 júní 2023 var ákveðið að sækja um þessa styrki: Geðsjóð (sem Geðhjálp sér um), Samfélagsstyrki hjá Landsbankanum og hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Í umsókninni til Geðsjóðs var talað um að nota styrkinn í 3 skákmót: Minningarskákmótið um Hrafn Jökulsson, Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið og Jólamótið á Kleppi. Sótt var um 250.000 kr.
Þann 14 október samþykkti geðsjóður styrkinn til okkar, en Hörður forseti og Róbert gjaldkeri fóru niður í Iðnó og tóku á móti honum.
Því miður fengum við ekki styrk frá Landsbankanum sem við sóttum um 250.000 kr.
Við fengum líka styrk frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar eða 200.000 kr., sem er borgað í tvennu lagi eða 100.000 kr., í mars og sama í september 2023.
Núna 2024 höfum við fengið vilyrði fyrir styrk frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að upphæð 250.000 kr., sem verður borgað í tvennu lagi eins og áður eða 125.000 kr., í mars og sama upphæð í september 2024.
Einnig fengum við styrki frá einstaklingum og þá helst í Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson. Sótt var líka um styrk hjá Skáksambandinu og fengum við 75.000 kr., sem runnu inn í Minningarsjóðinn.
Gjafir.
Eins og áður segir fékk Vinaskákfélagið að gjöf 10 skákklukkur á 20 ára afmæli félagsins frá Skáksambandinu og einnig fékk félagið 2 skákklukkur frá Skákfélaginu Fjölnir.
Viðburðir.
20 ára afmælisveisla Vinaskákfélagsins var haldin 27 maí 2023 eins og áður hefur komið hér fram, en á henni afhenti forseti Vinaskákfélagsins heiðurverðlaun til Róbert Lagerman fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið þriðjudaginn 23 janúar 2024 í húsnæði Skákskólans í Faxafeni. Gómsætar veitingar komu frá Myllunni og einnig voru gosdrykkir og kaffi.
Jón Viktor Gunnarsson alþjóðlegur meistari var gestur kvöldsins og hélt fyrirlestur um skákir sínar og var ein þeirra af honum að tefla á móti Aronian. Ennfremur var hann með bókina sína Kaffihúsaleiðir í skák til sölu á staðnum.
Undanfarin ár 2021-2024, höfum við í Vinaskákfélaginu heimsótt athvörf og Búsetukjarna til að gefa töfl og skákklukkur. 12 apríl árið 2024 var farið í heimsókn til Klúbbinn Geysir. Þetta var 9 heimsóknin sem Vinaskákfélagið hefur farið í.
Árshátíðin okkar var að þessu sinni haldin á Steikhúsinu, Tryggvagötu 4-6, miðvikudaginn 17 apríl. Í boði var Lambamatseðill, 3ja rétta máltíð. Mættir voru 8 galvaskir félagar. Hópmynd var svo tekin í lok kvöldsins.
Skákmót.
Árið 2023 var 20 ára afmæli Vinaskákfélagsins eins og áður hefur komið fram og í tilefni þess voru haldin skákmót. Fyrst var það Fjöltefli sem Helgi Áss Grétarsson stórmeistari tefldi við 9 manns, mánudaginn 3 júlí í Vin og vorum við svo heppinn að það var gott veður og var teflt úti.
Næsta skákmót var afmælis skákmót Róbert Lagermans (Don Roberto), laugardaginn 22 júlí, sem var teflt með breyttu formi eða svokallað „triple elimination“ fyrirkomulagi….þ.e. keppendur falla út eftir 3 töpuð einvígi…..einvígis fyrirkomulag (tveggja skáka einvígi og armageddon ef einvígið er jafnt). Nánar er hægt að sjá á heimasíðunni: Don Roberto vann afmælis skákveisluna sína 2023
Svo var komið að sjálfu 20 ára afmælis skákmótinu sem var sumarmótið okkar eða “Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák“. Það var haldið mánudaginn 24 júlí í Vin Dagsetur. Teflt er bæði úti og inni. Þetta var fjölmennt mót eða 24 keppendur og mótið vann Róbert Lagerman sem vann Ólaf B Thorsson í úrslitaskák (armageddon). Róbert Lagerman er því hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins. Hægt að sjá úrslit á: 20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023
Næst var það 50 ára afmælis skákmót Hjálmars Sigurvaldasonar mánudaginn 14 ágúst. 16 skákmenn mættu til leiks. Nánar á heimasíðu félagsins: Gauti Páll vann 50 ára afmælis skákmót Hjálmars 2023
Svo var komið að Crazy Culture sem er árlegt skákmót hjá okkur, en það var haldið á Aflagranda 40, mánudaginn 28 ágúst. Mættir voru 15 manns, en einn dró sig strax úr keppni þannig að 14 tefldu í mótinu. Stutt hlé var eftir 3 umferðir til að skákmenn gætu fengið sér kaffi og Vöfflur sem starfsmenn voru með. Davíð Kjartansson vann mótið. Sjá nánar hér: Davíd Kjartansson vann Crazy Culture skákmótið 2023
Ekkert Haustmót var hjá okkur (oftast í sept.), þar sem skákstjóri og skákdómari voru erlendis í september.
Eitt af stóru skákmótunum sem Vinaskákfélagið er með er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það er haldið í kringum 10 október sem er alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis. Í ár var mótið haldið 19 október í samstarfi við TR.
Mótið var hið glæsilegasta, en 37 skákmenn og konur mættu til leiks og var hart barist. Þetta mót var núna haldið í 17 sinn. Sigurvegari varð Vignir Vatnar Stefánsson sem fékk 8,5 vinninga af 9 mögulegum. Fullt af verðlaunum var á mótinu ásamt Bókum frá Skruddu bókaforlaginu og Birnukaffi var á sínum stað. Frétt um mótið: Vignir Vatnar sigraði á Alþjódlega Geðheilbrigðisskákmótinu 2023
Þá er komið að stærsta skákmótinu sem Vinaskákfélagið hélt með glæsibrag en það var Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson á afmælis degi hans þann 1 nóvember. Mikill undirbúningur var fyrir þetta mót. Setja upp minningarvegg með myndum af Hrafni, ná í verðlaun og veitingar sem voru glæsilegar. Alls mættu 62 skákmenn á mótið sem er met hjá Vinaskákfélaginu. Einnig komu margir áhorendur.
Svo voru gestir og skákmenn beðnir að árita á skákborð þegar þeir komu inn og var það tréskákborð afhent ættingjum Hrafns. Einnig komu Forseti Íslands og Friðrik Ólafsson og voru þeir beðnir að leika fyrsta leikinn hjá Hjörvari Grétarssyni og Arnljóti Sigurðssyni.
Vinaskákfélagið lét gera nokkra minnispeninga sem bæði Friðrik Ólafsson og Forseti Íslands fengu og nokkrir aðrir. Glæsileg verðlaun voru á mótinu, ásamt bókum frá Skruddu. Það var svo Hjörvar Steinn Grétarsson sem vann mótið með 7,5 af 9 vinningum.
Þetta skákmót er svo komið til að vera árlegt. Sjá frétt um mótið Hjörvar Steinn vann Minningarskakmotid um Hrafn Jökulsson 2023
Engin önnur mót voru í nóvember eins og Vinaslagur, en í desember var hefðbundið Jólaskákmótið okkar í Vin sem Helgi Áss Grétarsson vann og Jólaskákmótið á Kleppi. Það er eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins hjá Vinaskákfélaginu. Þar er teflt við áhugamenn um skák frá Búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum og er glatt á hjalla. Mikið af verðlaunum, bókum og kaffi og kökur er á borðstólum. Hluti af styrknum frá Geðhjálp fór í þetta mót.
Forseti skrifað smá frétt um mótið: Gleðin við völd í Jólaskákmótinu á kleppi 2023
Nýársskákmótð var svo haldið á Aflagranda 40, mánudaginn 8 janúar, en það mót vann Róbert Lagerman. Páskaskákmótið okkar var svo haldið í Vin, mánudaginn 25 mars sem Arnljótur Sigurðsson vann með fullu húsi.
Enn ein nýjungin hjá okkur er að ákveðið var að halda árlegt skákmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni og var Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins haldið laugardaginn 27 janúar, en Friðrik á afmæli 26 janúar. Glæsilegur Farandbikar var af því tilefni, en á fyrsta mótinu vann Róbert Lagerman.
Sjá frétt um mótið: Róbert Lagerman sigraði á Friðriksskákmóti Vinaskákfélagsins 2024
Íslandsmót Skákfélaga:
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund þann 2 júní kom tillaga frá forseta að kanna hvort ekki væri komin tími til að bæta við okkur c liði, þar sem áhugi hafi verið meiri en þeir sem komast í liðin (A og B lið). Ákveðið var að forseti gerði könnun þegar nær dregur og ef áhugi væri mikil, þá væri hægt að taka ákvörðun á stjórnargrúbbunni að bæta við C liði. Hörður var kosinn aðaliðstjóri og Róbert Lagerman aðstoðarliðstjóri.
Eftir síðasta tímabil 2022-2023, þá var A sveitin komin í 1 deild. En á aukastjórnarfundi 26 ágúst, en það var vegna hótana og brota Ólafs B Thorssonar að þessi fundur var haldinn. Þar fékk Ólafur áminningu og var ákveðið að draga A sveitina úr 1 deild og að við mundum tefla í 2 deild eftir tillögu eins stjórnarmanns. Nokkrum dögum síðar í samtali Gunnars Björnssonar forseta Skáksambandsins og Róbert Lagermans kom í ljós að það var enn glufa fyrir Vinaskákfélagið ef það vildi hætta við fyrri ákvörðun og tefla í 1 deild. Hörður Forseti setti á fund stjórnarmanna þar sem hann lagði fram þá tillögu að við mundum þá tefla í 1 deild og var það samþykkt. Ennfremur var svo ákveðið að vera bara með 2 lið A og B.
Þannig að A sveitin tefldi í 1 deild og B sveitin tefldi í 4 deild. Fyrri hlutinn var tefldur 13-15 október 2023.
Þeir sem tefldu fyrir A sveitina um haustið voru: Róbert Lagerman (1 skák), Ólafur Thorsson (4 skákir), Guðjón Heiðar (4 skákir), Ágúst Örn (3 skákir), Árni H Kristjánsson (4 skákir), Sigurður P. Guðjónsson (2 skákir), Arnljótur (1 skák), Sturla Þórðarson (3 skákir) og Kjartan Ingvarsson (1 skák).
Eftir fyrri umferðina þá hefur ekki gengið nógu vel hjá A sveitinni, en hún var ekki komin með stig þ.e. 0 stig og aðeins 8 vinninga og var í neðsta sæti. Aftur á móti B sveitin í 4 deildinni var komin með 6 stig og 16,5 vinninga og var í 2 sæti.
Nokkrar breytingar voru í seinni hlutanum sem var 2-3 mars 2024. Þá var búið að reka Ólaf B Thorsson úr félaginu, eftir að hann fékk sína aðra áminningu og Róbert Lagerman var veðurtepptur á Grænlandi.
Það var ljóst að A sveitin átti við ramman reip að draga, þar sem hún átti að tefla við 3 sterkustu sveitirnar og svo fór að A sveitin tapaði öllum viðureignunum 6-0,6-0 og 5-1, en það var Tómas Ponzi sem náði í þennan eina sigur. Heildarvinningar A sveitarinnar voru 9 vinningar. Þeir sem tefldu fyrir A sveitina voru: Ágúst Örn (3 skákir), Árni H Kristjánsson (3 skákir), Óskar Maggason (3 skákir), Arnór Gauti Helgason (2 skákir + 1 skák í B sveit), Tómas Ponzi (1 skák), Sigurjón Thor Friðþjófsson (2 skák) og Arnljótur (1 skák). A sveitin endaði í 8 og neðsta sæti og mun tefla í 2 deild næsta haust 2024.
B sveitin var mun veikari núna, heldur en í fyrri hlutanum og tapaði 2 viðureignum og 1 jafntefli. Hlaut 7 stig og 21,5 vinninga og var í 8 sæti.
Listi yfir skákmót Vinaskákfélagsins tímabilið maí 2023 til maí 2024:
Fjöltefli: Helgi Áss Grétarsson gegn 9 skákmönnum í Vin, 3 júlí.
Afmælisskákmót Róbert Lagerman 22 júlí. (Hann sá um það sjálfur).
20 ára afmælisskákmót Vinaskákfélagsins í Vin, 24 júlí.
50 ára afmælisskákmót Hjálmars Sigurvaldasonar í Vin, 14 ágúst.
Crazy Culture skákmótið á Aflagranda 40, 28 ágúst.
Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti 13-15 október í Rimaskóla.
Alþjóðlega Geðheilbrigðs skákmótið 19 október.
Minningarskákmót Hrafns Jökulsson á Aflagranda 40, 1 nóvember.
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins í Vin, 4 desember.
Jólaskákmótið á Kleppi, 13 desember.
Nýársskákmót Vinaskákfélagsins á Aflagranda 40, 8 janúar 2024.
Friðriksmót Vinaskákfélagsins á Aflagranda 40, 27 janúar.
Íslandsmót skákfélaga, seinni hluti 2-3 mars í Rimaskóla.
Páskamót Vinaskákfélagsins í Vin, 25 mars.
Heimasíða félagsins:
Heimasíðan okkar er sífellt í þróun og eitt af því sem hefur verið bætt í er „Gáttin“, þar sem skákmenn sem heimsækja heimasíðuna geta séð allt það helsta á einum stað. Annað sem forseti hefur bætt inn er Skákmót Vinaskákfélagsins þ.e. Að sýna sigurvegara skákmóta félagsins og linka á úrslit móta. Að vísu er til annar linkur sem sýnir úrslit skákmóta, en forseti telur að þessi viðbót að sýna sigurvegara auki á sýnileika og mikilleika skákmóta okkar.
Síðastliðin 2 ár eða frá 2022 hefur verið í býgerð að setja inn á vefsíðuna þann möguleika að félagar geti sett inn / skrá sínar skákir og átti að ljúka því fyrir 20 ára afmæli félagsins. Af því varð ekki þar sem það var flóknara en í upphafi var talið, enda kom annað mál sem þurfti að sinna, en það var að skipuleggja minningarskákmót um Hrafn Jökulsson og stofna Minningarsjóð um hann. Það var aðeins lagt til hliðar en er ekki úr sögunni.
Heimasíða félagsins er: www.vinaskak.is
Kveðja, Hörður Jónasson
Forseti Vinaskákfélagsins