Þorraskákmót Vinaskákfélagsins verður á mánudaginn 24 janúar á chess.com

Vegna samkomutakmarkana, þá ætlar Vinaskákfélagið að bjóða upp á Þorraskákmót á netinu. Þetta verður fyrsta þorraskákmót sem Vinaskákfélagið býður upp á og það  verður mánudaginn 24 janúar á chess.com kl. 19:30.

Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 mín.

Verðlaun á þorramótið:

1 sætið. Gull peningur + The Chess Saga of Friðrik Ólafsson

2 sætið. Silfur peningur + Heimsbikarmót Stöðvar 2, 1988

3 sætið. Bronze peningur + Besti leikurinn

Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid

Linkur til að koma á mótið er: https://www.chess.com/play/tournament/2892378

Allir velkomnir.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...