Bók um Friðrik Ólafsson

Sumargeðmót Vinaskákfélagsins er á morgun. Friðrik mætir!

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður á morgun þriðjudaginn 27 júlí 2021, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.

Að þessu sinni verður mótið til tileinkað geðfötluðum og heitir mótið „Sumargeðmót Vinaskákfélagsins“.

Vegna samkomutakmarkana, þar er hámark þeir sem ætla að tefla á mótinu 24 manns.

Grímuskylda verður og teflt verður bæði inni og úti.

Friðrik Ólafsson mætir og áritar bókina sína og gefur í verðlaun „The Chess Saga of Friðrik Ólafsson“.

Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 mínútur á skák.

Ef tveir verða efstir og jafnir, þá keppa þeir til úrslita um sigurinn í „bráðabana“, þar sem hvítur hefur 5 mínútur og svartur 4 mínútur og nægir svartur jafntefli til að vinna.

Einnig er keppt um það hver verður Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2021.

Skákdómari er Hörður Jónasson og skipuleggjari  er Róbert Lagerman.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Fólki frá Búsetukjörnum og athvörfum boðið á mótið og því afhent skákbók að gjöf. Bókin Heimsbikarmót Stöðvar 2 frá 1988 verður gefin þeim.

Vinaskákfélagið þakkar Braga Halldórssyni fyrir hans höfðinglegu gjöf á þessari skákbók.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og 60 manna afmælisköku.

Verðlaun:

  1. Sæti. Bikar + gull verðlaunapeningur + skákbók +15.000 kr.
  2. Sæti. Silfur verðlaunapeningur + skákbók + 10.000 kr.
  3. Sæti. Bronze verðlaunapeningur + skákbók + 5.000 kr.

Þið getið skráð ykkur á mótið á gula kassanum hér á skak.is

Einnig getið þið skráð ykkur hér: Skráningarformið  

Til að sjá hverjir hafi skráð sig: Sumargeðmót Vinaskákfélagsins 2021 (Responses) – Google Sheets

Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum ef hámark leyfir.

Allir velkomnir!!

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...