In memoriam Hrafn Jökulsson 1965-2022. Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda

Styrkumsóknir úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar

Fyrsta úthlutun um styrk úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar verður frá 1 júlí til 1 september 2024. Stjórn Minningarsjóðsins hefur ákveðið að hvert verkefni verði að hámarki 300.000 kr. sem hægt er að sækja um. Stjórnin mun síðan fara yfir umsóknir sem berast og ákveða hvaða styrkumsókn hún velur. Helstu skilyrði eru að umsóknir um styrki verða að tengjast málefnum tengd Hrafni Jökulssyni. Frekari skilyrði um styrkveitingu er hægt að sjá hér: Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson

Allir sem sækja um fá tölvupóst / símtal eftir að umsóknarferlinu lýkur, hvort þeir fá styrk eða ekki. Úthlutun og afhending á styrknum verður 1 nóvember 2024 – á afmælisdegi Hrafns Jökulssonar, þegar Vinaskákfélagið heldur Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson.

Þeir sem ætla að sækja um styrk aftur, þurfa að skila greinagerð þar sem þeir segja í hvað styrkurinn hafi farið.

Umsókn um styrk úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar

Umsókn um styrk úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar

Nafn
Nafn
First
Last