Í fyrsta sinn var úthlutað úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar 1 nóvember 2024.
2 umsóknir voru styrktar úr Minningarsjóðnum:
300.000 kr. Úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar 2024 fær Róbert Lagerman fyrir „Bókina um Skákfélagið Hrókinn“.
Í umsókninni segir Róbert: „Þetta er bók um skákstarf Skákfélags Hróksins frá 1998-2022“.
75.000 kr. Úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar 2024 fær Kalak (Vinafélag Grænlands og Íslands) fyrir Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar í Tasiilaq á Austur Grænlandi, helgina 5-7 júlí 2024.
Í umsókninni segir: „Um er að ræða barnaskákmót, skákfyrirlestur um störf Hrafns á Grænlandi og svo Meistaramót Austur-Grænlands“.