Sigurvegarar á Haustmóti Vinaskákfélagsins

Stefán Arnalds sigraði á haustmóti Vinaskákfélagsins.

Haustmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 26 ágúst 2019 í Vin Batasetri og var byrjað að tefla kl: 13:00. 

Mættir voru 16 skákmenn til að berjast á skákborðinu.

Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák.

Yfirdómari var Róbert Lagerman en skákstjóri var Hörður Jónasson

Mótið var reiknað til hraðskákstiga Fide.

 

Melina (sjálfboðaliði frá Argentínu) lék fyrsta leikinn fyrir Pétur Jóhannesson gegn Róbert Lagerman. 

Melina lék fyrsta leikinn

Eftir mikla baráttu varð það Stefán Arnalds sem kom sá og sigraði (sumir segja óvænt, en verskuldað) með 5,5 vinning af 6 mögulegum.

Róbert Lagerman varð svo í öðru sæti með 4,5 vinninga og Ólafur Thorsson varð í þriðja sæti líka með 4,5 vinninga. 

Í lok skákmótsins var boðið upp á hið landfrægu vöfflur að hætti Inga Hans.

Til að sjá úrslitin: chess-results

Kveðja,

Hörður Jónasson

Varaforseti Vinaskákfélagsins

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...