Velkomin á skemmtikvöld Hollvina. kv. frá stjórninni

Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins

Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins verður haldið fimmtudaginn 23 Nóvember í Skákskóla Íslands í Faxafeni 12, gengið inn hjá Billiardbarnum og hefst klukkan 20.

Dagskrá kvöldsins:

Við fáum Ingvar Þór Jóhannesson til að vera með skákskýringar og tekur hann kannski einhverja skák frá EM landsliða nú í haust.

Veitingar verða og mun Þorvarður Fannar Ólafsson sjá um þær.

Hollvinur ársins verður veitt viðurkenningu og í ár er það Tómas Veigar Sigurðarson.

Að sjálfsögðu verða töfl þarna á staðnum og geta gestir gripið í skák.

Allir eru velkomnir og fá Hollvinir frítt inn. Aðgangseyrir er stillt í hóf og er aðeins 500 kr.

Þið getið skráð ykkur á viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/316275785518813/

x

Við mælum með

Vignir Vatnar sigraði á Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótinu 2024.

Eitt af skemmtilegustu skámótum ársins var haldið fimmtudaginn 17 október, en þá var Alþjóða geðheilbrigðis ...