Hluti af verðlaunum á Afmælisskákmót Friðriks

Skákbækur í verðlaun á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025.

Vinaskákfélagið hefur ákveðið að bæta skákbókum í verðlaun á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar sem verður laugardaginn 25 janúar.

Ég bæti við 2 bókum um “Reykjavíkurskákmót í 50 ár”, og svo hefur Bragi Halldórsson gefið 5 bækur sem verða í verðlaun á mótinu. Það er bókin “Heimsbikarmót Stöðvar 2, 1988”.

Heimsbikarmót Stöðvar 2 1988

Ég þakka honum Braga Halldórssyni kærlega fyrir gjöfina og bæti þeim við sem verðlaun á mótið.

Skráning á mótið er í fullum gangi: Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar 2025

Kveðja, Hörður Jónasson, forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2024.

Hið árlega Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram mánudaginn 2 desember í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Mótið ...