Vinaskákfélagið hélt skákmót á Chess.com, mánudaginn 14 nóvember sem var „Vinaslagur 2“.
Þetta er annað skákmótið af 4 núna í nóvember, en næsta verður mánudaginn 21 nóvember líka á Chess.com en Vinaslagur 4 verður svo haldið á Aflagranda 40.
Tefldar voru 5 umferðir með 4 mín + 2 sek.
Mættir á þetta skákmót voru 10 hressir skákmenn.
Hart var barist, en sigurvegari varð Róbert Lagerman með fullu húsi.
Sigurvegarar:
1 sæti: Róbert Lagerman með 5 vinninga.
2 sæti: Olga Prudnykova með 4 vinninga.
3 sæti: Andrii Prudnykov með 3 vinninga.
Öll úrslit er hægt að sjá hér: Vinaslagur-2
Ennfremur var keppt um Grand Prix stig.
Í Vinaslag 1 til 4 geta keppendur bætt við sig Grand Prix stigum og sá sem verður efstur á stigum í lokin fær 10.000 kr., í verðlaun.
Grand Prix stigin í Vinaslag 2:
Róbert Lagerman 10 stig.
Olga Prudnykova (Úkranía) 8 stig.
Andrii Prudnykov (Úkranía) 6 stig.
Óskar Sigurþór Maggason 4 stig.
Maggimatt (Chess.com username) 2 stig.
Staðan á Grand Prix stigunum eftir Vinaslag 1 & 2.
- Róbert Lagerman 16 stig.
- Ólafur Thorsson 10 stig.
- Gauti Páll Jónsson 8 stig.
- Olga Prudnykova (Úkranía) 8 stig.
- Andrii Prudnykov (Úkranía) 6 stig.
Aðrir minna.
Aðeins um það að erlendir skákáhugamenn keppi á skákmóti Vinaskákfélagsins á chess.com, þá (ef þeir vinna verðlaun) getum við ekki greitt peninga í erlendum gjaldeyrir. Ef þeir eru staddir á Íslandi, þá eru þeir velkomnir til Vin á Hverfisgötu 47 þar sem Vinaskákfélagið er með aðalstöðvar og fengið greitt í íslenskum peningum.
Næst mót er Vinaslagur 3 sem verður mánudaginn 21 nóv., á Chess.com og verður auglýst nánar síðar.
Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.