Opna Meistaramót Vinaskákfélagsins í Hraðskák var haldið mánudaginn 24. júní kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.
Tefldar voru 6 umferðir með 4 min + 2 sek á skák.
Núverandi Hraðskákmeistari Vinaskákfélagins er Róbert Lagerman.
Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti lék fyrsta leikinn fyrir Inga Tandra á móti Tómasi Björnssyni á sumarmótinu í frábæru veðri. Sjálfboðliði í Vin sem heitir líka Vigdís frá Danmörku og heitir í höfuði á fv. forseta lék svo fyrsta leikinn hjá Róbert Lagerman.

Frú Vigdís fv. forseti og Vigdís sjálfboðaliði í Vin að leika fyrsta leikinn
Mættir voru 19 manns í frábæru veðri og var teflt bæði úti og inni.
Í hléi var boðið upp á hið landsfræga Vöfflur og kaffi.
Eftir harða baráttu þá stóðu þeir Tómas Björnsson og Róbert Lagerman jafnir með 5,5 vinninga en Eiríkur Björnsson hlaut 3ja sætið með 4 vinninga.
Ákveðið var að þeir Tómas og Róbert skyldu tefla „armageddon“ skák, þar sem Tómas hafði hvítt og 3+2 mín en Róbert svart með 2+2 mín og nægði Róberti jafntefli til að vinna. Svo fór að jafntefli var á milli þeirra og vann Róbert Lagerman þar með mótið.

Armageddon skákin milli þeirra Tómasar og Róberts.
Einnig varð Róbert Lagerman líka þar með hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2019.

Sigurvegarar stilla sig upp ásamt Sabrínu Meyns starfsmanns í Vin.
Öll úrslit er hægt að sjá hér: