Mynd af Forseta og Gjaldkera Vinaskákfélagsins

Róbert Lagerman vann Páskamót Vinaskákfélagsins 2021.

Páskamót Vinaskákfélagsins fór fram mánudaginn 5 apríl (annan í páskum) og fór það fram á
netinu að þessu sinni, þar sem ekki var hægt að tefla í raunheimum.

Mótið tókst vel og mættu 19 skákmenn til leiks en 17 luku keppni.

Mótið var 6 umferðir með 4 + 2 mínútur á klukkuna.

Sigurvegari mótsins varð Róbert Lagerman (MRBigtimer) sem vann með fullu húsi eða 6 vinninga af 6 mögulegum.

  1. sæti varð síðan Davíð Kjartansson (Yuwono) með 4,5 vinninga.
  2. sæti varð svo Eiríkur Björnsson (Mamercus9) með 4 vinninga og 11 stig.
  3. sæti varð svo Hörður Jónasson (hordurj) líka með 4 vinninga en með færri stig eða 8,5 stig.
  4. sæti varð svo Elsa María Kristínardóttir einnig með 4 vinninga en fékk 7 stig.

Sjá öll úrslit hér: Páskamót Vinaskákfélagsins – Skákmót í beinni – Chess.com

Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...