Sigurvegarar á Meistaramóti Vinaskákfélagsins: Róbert, Arnljótur og Hörður

Róbert Lagerman vann 65 ára afmælisskákmót Harðar Jónassonar 2024

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 15 júlí 2024 í Vin að Hverfisgötu 47. Í þetta sinn voru keppendur 10 og veðurguðirnir voru okkur hliðhollir, glaða sólskyn, þannig að hægt var að tefla bæði inni og úti.

Mótið var að þessu sinni „65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar 2024“.

Tefldar voru 6 umferðir með 4 mín. + 2 sek., á skák.

Áður en mótið hófst, þá gaf Andrius Mulevicius Herði og Vinaskákfélaginu súkkulaði frá Litháen, en hann var hér í stuttri heimsókn.

Karína sjálfboðaliði frá Noregi lék fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman á móti Herði Jónassyni

Sigurvegari mótsins var Róbert Lagerman með 5,5 vinninga.

2 sæti: Eiríkur K. Björnsson með 5 vinninga.

3ja sæti: Sigurjón Haraldsson með 4 vinninga.

Sigurvegarar á 65 ára afmælisskákmótinu 15 júlí ´24

Einnig var keppt um það hver ynni “Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák“ og varð Róbert Lagerman, Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2024.

Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri var Hörður Jónasson.

Í hléi var boðið upp á kaffi og 2 * 25 manna súkkulaðitertur.

Hörður að munda hnífinn í kökuna

Hægt er að sjá öll úrslit mótsins hér: 65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar 2024

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...