Sigurvegarar í Meistaramóti Vinaskákfélagsins 2016

Róbert Lagerman sigraði á Meistaramótinu!

Frábæru Meistaramóti Vinaskákfélagsins í atskák er nú lokið. Síðustu 2 umferðirnar voru tefldar í Skáksambandinu / Skákskólanum í Faxafeni.

11 skákmenn tefldu á atskákmótinu sem voru 8 umferðir með 15 mín. + 10 sek. á klukkunni. Hart var barist, en að lokum sigraði Róbert Lagerman, en hann vann með nokkrum yfirburðum eða með 7 vinninga af 8 mögulegum. Í öðru sæti var Vigfús Vigfússon með 5,5 vinninga og í þriðja sæti var Magnús Magnússon einnig með 5,5 vinninga, en lægri á stigum.

Af Vinaskákfélagsmönnum þá var Róbert í fyrsta sæti eins og áður sagði, en í öðru sæti var Héðinn Briem með 5 vinninga og Ingi Tandri Traustason var í þriðja sæti með 4,5 vinning. Þess má geta að Héðinn Briem græddi 61,2 atskákstig á þessu móti.

Veitt voru gull-, silfur- og brons-verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Þá hlaut Róbert Lagerman bikar fyrir sigurinn á mótinu og er um að ræða eignarbikar og einnig fékk hann bókina „Hin hálu þrep“ sem Bjarni Bernhard gaf. Þá var dregin út innrömmuð teikning af Mikael Tal, heimsmeistara í skák 1960-61, og fékk Ingi Tandri Traustason myndina. Teikninguna gaf Halldór Kristjánsson meðlimur í Vinaskákfélaginu og listamaður, en hann teiknaði myndina af Tal.

Ákveðið hefur verið að halda Meistaramót Vinaskákfélagsins í atskák að árlegum viðburði.

 

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...