Mynd frá Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2019

Róbert Lagerman sigraði Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2020.

Glæsilegt Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fór fram mánudaginn 7 desember á chess.com. Alls mættu 24 skákmenn og konur til leiks.
Tefldar voru 6 skákir með 7 mín. Á klukkunni.

Glæsileg verðlaun voru í boði auk þess var dregin út ein aukaverðlaun í lok móts.

Róbert Lagerman sigraði mótið með 5,5 vinninga af 6 möguleikum.

Sigurvegarar voru:

1 sæti. Róbert Lagerman. MRBigtimer með 5,5 vinninga.

2 sæti. Gauti Páll Jónsson. skakmadurinn með 5 vinninga.

3 sæti. David Kjartansson. Yuwono með 4,5 vinninga.

Aukaverðlaunin komu í hlut Þorsteins Magnússonar, en það er bók í boði Vinaskákfélagsins.

Þessi glæsilegu verðlaun voru þessi:

Verðlaunin á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2020

  1. Gull peningur + bók + 5.000 kr.
  2. Silfur peningur + bók + 3.000 kr.
  3. Bronze peningur + bók + 2.000 kr.

Aukaverðlaun – happdrætti dregið í lok móts. Bók í verðlaun.

Sjá úrslit hér: Jólaskákmót Vinaskákfélagsins

Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...