Í dag 18 mars fórum við Róbert Lagerman á skákmót hjá Æsir skákklubbur eldri borgara.
Tefldar voru 10 umferðir með 10 mínútur á skák.
Haldið var upp á það að Guðfinnur R. Kjartansson varð 80 ára í gær.
Eftir 5 umferðir var gert hlé og gæddu menn sér á dýrindis tertu með mynd af Guðfinni.
Úrslit urðu þau að Róbert Lagerman sigraði með 8,5 vinningar af 10 mögulegum.
2 sæti varð Bragi Halldórsson líka með 8,5 vinninga
3 sæti varð svo Kristján Stefánsson með 7 vinninga.
Sjá öll úrslit hér: Æsir skákklúbbur eldri borgara | Facebook
Kveðja, Hörður Jónasson