Borgarstjóri að leika fyrsta leiknum

Róbert Lagerman sigraði á Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins 2025.

Í dag 7 apríl 2025 var haldið  glæsilegt Páskaskákmót Vinaskákfélagsins í Vin Dagsetur.

Fyrir utan skákmótið sjálft þá var dagskráin glæsileg og fengum við Borgarstjóra hana Heiðu Björg Hilmisdóttir í heimsókn.

Dagskráin byrjaði á því að afhent voru verðlaun fyrir Skákmann ársins 2024 hjá Vinaskákfélaginu en það var Róbert Lagerman sem hlaut þann titil.

Skákmaður ársins 2024

Ennfremur voru afhent verðlaun fyrir Skákmann Athvarfa, Búsetukjarna og Sambýla 2024 hjá Vinaskákfélaginu. Það var Pétur Jóhannesson sem hlaut þau verðlaun.

Skákmaður Athvarfa, Búsetukjarna og Sambýla 2024

Næst á dagskrá var komið að Borgarstjóra að koma upp í Skákhofið okkar og rita nafn sitt á sérstakt skákborð sem hangir þar upp á vegg.

Borgarstjóri áritar nafn sitt á skákborðið

Nú var komið að skákmótinu sjálfu, en tefldar voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni. 12 manns mættu til leiks.

Borgarstjóri lék fyrsta leikinn hjá Róbert Lagerman á móti Birni Agnarssyni.

Borgarstjóri að leika fyrsta leiknum

Róbert Lagerman sigraði mótið með fullu húsi eða 6 vinninga.

2 sæti varð Ólafur Thorsson með 5 vinninga.

3 sæti varð Kristján Örn Elíasson með 4 vinninga.

Verðlaunahafarnir ásamt Björgvini

Fyrstu 3 sætin fengu auk verðlaunapeninga, páskaegg að launum.

Aukavinningur hlaut Björgvin Kristbergsson og fékk hann páskaegg að launum.

Að lokum skákmóti, gæddu skákmenn sér á ljúfengum vöflum og kaffi hjá Sabrínu starfsmanni Vinjar.

Allir skemmtu sér vel og gekk mótið vel.

Sjá öll úrslit mótsins hér: Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 2025

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

3 efstir og jafnir á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025.

Æsi spennandi 90 ára afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar, var haldið laugardaginn 25 janúar 2025. Mótið var ...