Erik starfsmaður leikur fyrsta leikinn fyrir Hjálmari gegn Róbert Lagerman

Róbert Lagerman sigraði á Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins 2022.

Í dag 28 mars 2022 var Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur.

Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni. 13 manns mættu til leiks.

Erik starfsmaður í Vin lék fyrsta leikinn fyrir Hjálmari Sigurvaldasyni á móti Róberti Lagerman.

Sigurvegari varð Róbert Lagerman með 5,5 vinninga.

2 sæti varð Ólafur Thorsson líka með 5,5 vinninga, en lægri á stigum.

3 sæti varð Hörður Garðarsson með 4 vinninga.

Fyrstu 3 sætin fengu auk verðlaunapeninga, páskaegg að launum.

Aukavinningur 1 hlaut Pétur Jóhannesson og fékk hann páskaegg að launum.

Aukavinningur 2 hlaut Sturla Þórðarson og fékk hann líka páskaegg.

Aukavinningur 3 hlaut svo Björvin Kristbergsson og fékk hann verðlaunapening að launum.

Í lok mótsins gæddu skákmenn sér á ljúfengum vöflum að hætti Inga Hans starfsmanns í Vin Dagsetur.

Allir skemmtu sér vel og gekk mótið vel.

Sjá úrslit mótsins hér: Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 2022

Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...