Nýársskákmót Vinaskákfélagsins var haldið í Vin að Hverfisgötu 47 í dag mánudaginn 6 janúar 2020.
Glaðir og skemmtilegir skákmenn komu til leiks, en 10 manns tóku þátt.
Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútum á skák og var mótið reiknað til hraðskákstiga.
Melina sjálfboðaliði frá Argentínu lék fyrsta leikinn fyrir Björn Agnarson á móti Róberti Lagermanni.
Hart var barist á skákborðinu en að lokum var það Róbert Lagerman sem sigraði með fullu húsi eða fékk 6 vinninga.
Í öðru sæti var Magnús Magnússon með 4,5 vinninga en í þríðja sæti var Sigurjón Haraldsson með sama vinningshlutfall eða 4,5 vinninga en með aðeins lakari stigaútreikning en Magnús.
Verðlaun voru með meira móti núna, en auk verðlaunapeninga, þá voru sigruvegarnir leystir út með bókagjöfum.
Ennfremur voru 3 dregnir út í happdrætti og fengu skákbók að launum, en það voru: Pétur Jóhannesson, Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason.
Til að sjá úrslitin: : chess-results
Að lokum var svo boðið upp á vöfflur og kaffi sem Ingi Hans gerði snildarlega.
Kveðja,
Hörður Jónasson Varaforseti Vinaskákfélagsins.