Melina leikur fyrsta leikinn fyrir Björn Agnarsson

Róbert Lagerman sigraði á Nýársskákmóti Vinaskákfélagsins 2020.

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins var haldið í Vin að Hverfisgötu 47 í dag mánudaginn 6 janúar 2020.
Glaðir og skemmtilegir skákmenn komu til leiks, en 10 manns tóku þátt.
Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútum á skák og var mótið reiknað til hraðskákstiga.
Melina sjálfboðaliði frá Argentínu lék fyrsta leikinn fyrir Björn Agnarson á móti Róberti Lagermanni.

Melina leikur fyrsta leikinn fyrir Björn Agnarsson

Hart var barist á skákborðinu en að lokum var það Róbert Lagerman sem sigraði með fullu húsi eða fékk 6 vinninga.
Í öðru sæti var Magnús Magnússon með 4,5 vinninga en í þríðja sæti var Sigurjón Haraldsson með sama vinningshlutfall eða 4,5 vinninga en með aðeins lakari stigaútreikning en Magnús.

Sigurvagarnir á Nýársskákmóti Vinaskákfélagsins

Verðlaun voru með meira móti núna, en auk verðlaunapeninga, þá voru sigruvegarnir leystir út með bókagjöfum.
Ennfremur voru 3 dregnir út í happdrætti og fengu skákbók að launum, en það voru: Pétur Jóhannesson, Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason.

Til að sjá úrslitin: : chess-results

Að lokum var svo boðið upp á vöfflur og kaffi sem Ingi Hans gerði snildarlega.

Kveðja,

Hörður Jónasson Varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...