Sigurvegararnir á jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2024

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur.

Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni.

Mættir voru 12 skákmenn til leiks.

Karina sjálfboðaliði Vinjar lék fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman á móti Hjálmari Sigurvaldasyni.

Karina að leika fyrsta leikinn

Sigurvegari varð Róbert Lagerman með 5,5 vinninga

2 sæti varð Ólafur Thorsson líka með 5,5 vinninga.

3 sæti varð Aðalsteinn Thorarensen með 4 vinninga.

Aukavinning hlaut Björvin kristbergsson og fékk hann konfektkassa.

Björgvin með konfektkassann

Hlé var gert eftir 3 umferðir og gæddu skákmenn sér á Kaffi og smákökum og einnig mandarínum í boði Vinaskákfélagsins.

Allir skemmtu sér vel og gekk mótið vel.

Sjá úrslit mótsins hér: Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2024

Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Ræða forseta Vinaskákfélagsins á Minningaskákmóti um Hrafn Jökulsson 1 nóv.-24.

Kæru ættingjar Hrafns og aðrir gestir. Ég bíð ykkur alla velkomna á þetta minningar skákmót ...