Í dag mánudag 9 desember, var kátt í Vin Batasetur á Hverfisgötu, enda var haldið jólaskákmót Vinaskákfélagsins sem er árlegur viðburður.
Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák og var Hörður Jónasson skákstjóri en Róbert Lagerman skipuleggandi.
Í fyrstu umferð tefldu á 1 borði Hjálmar Sigurvaldason og Róbert Lagerman og fengum við Sabrínu Meyns starfsmann Vinjar og Vigdís sem er sjálfboðaliði frá Danmörku til að leika fyrsta leikinn.
12 skákmenn mættu til leiks og skemmtu sér vel.
Eftir harða baráttu á milli Róberts Lagermans og Ólafs Þórssonar þar sem þeir gerðu jafntefli sín á milli, þá sigraði Róbert Lagerman með 5,5 vinninga af 6 möguleikum. Ólafur Þórsson var í öðru sæti með sama vinnings fjölda eða 5,5 en aðeins lægri á stigum. Þriðji varð Jon Olav Fivelstad með 4 vinninga.
Fyrir utan hin hefðbundna verðlaunapeninga voru sigurvegarar leistir út með konfekskassa. Ennfremur var dregið í happdrætti og fengu Hörður Jónasson, Björgvin Kristbergsson og Þórður Grímsson konfektpoka.
Í lokin var síðan boðið upp á vöflur með sultu og rjóma og þakkar Vinaskákfélagið þeim Sabrínu og Vigdísi fyrir frábærar veitingar.
Sjá úrslit hér: chess-results
Næsta skákmót verður hið hefðbundna Kleppsmót sem Vinaskákfélagið heldur árlega fyrir jólin.
Kveðja, Hörður Jónasson