Sæmi Rokk tilbúinn til að leika fyrsta leikinn

Róbert Lagerman sigraði á Friðriksskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Vinaskákfélagið hélt glæsilegt skákmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni, en mótið hét Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins 2024.

Mótið var haldið á Aflagranda 40 og voru tefldar 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á klukkunni.

Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann.

Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 janúar eða í kringum þann dag.

16 skákmenn mættu og öttu kappi.

Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri var Hörður Jónasson.

Sæmi Rokk lék fyrsta leikinn hjá Róbert á móti Tómasi.

Sæmi Rokk leikur fyrsta leikinn

Glæsileg verðlaun voru á mótinu.

Róbert Lagerman sigraði mótið með fullu húsi eða 7 vinningar.

Róbert Lagerman með verðlaunin

Annað sæti varð Eiríkur K. Björnsson með 6 vinninga.

Þriðja sæti varð Sæbjörn, Guðfinnsson með 4,5 vinninga.

65 ára og eldri, þar varð Tómas Ponzi með 4 vinninga.

50 ára og eldri, þar varð Hörður Jónasson með 3 vinninga.

16 ára og yngri, hlaut Dagur Sverrisson með 1 vinning.

Vinaskákfélagið kom með gómsæta súkkulaðitertu og starfsfólk Aflagranda var með kaffi og konfekt. Stjórn félagsins þakkar starfsfólki fyrir þeirra aðstoð.

Flott súkkulaðiterta

Þess má geta að Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins mætti og fékk að skera fyrstu sneiðina á tertunni.

Gunnar Björnsson sker kökuna

Til að sjá úrslitin: Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins 2024

Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Ræða forseta Vinaskákfélagsins á Minningaskákmóti um Hrafn Jökulsson 1 nóv.-24.

Kæru ættingjar Hrafns og aðrir gestir. Ég bíð ykkur alla velkomna á þetta minningar skákmót ...