Róbert Lagerman sigraði á Boðsmóti Vinaskákfélagsins á Kex Hosteli.

Vinaskákfélagið hélt Boðsmót á Kex Hosteli, laugardaginn 14 ágúst kl. 16:00 í samstarfi við Ólaf B. Thorsson.
Teflt var úti á palli bak við Hosteli og voru tefldar 8 umferðir með 4+2 á klukkunni.
Mótið var ekki reiknað til stiga.
Mótið gekk vel fyrir sig, þó það væri orðið kalt í restina.
Sigurvegari varð Róbert Lagerman með 7,5 vinninga af 8 mögulegum.
Annar varð Sturla Þórðarson (nýr félagi í Vinaskákfélaginu) með 6,5 vinninga
Þriðji varð síðan Tómas Björnsson með 6 vinninga.
Þess má geta að undirritaður fékk 4 vinninga og vann meðal annars Ólaf B. Thorsson í Spænska leiknum með máti á Dh7.
Sjá öll úrslit hér: Boðsmót Vinaskákfélagsins á Kex Hostel 
Kveðja Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...