Sveit Vinaskákfélagsins við upphaf 1 umf.

Róbert Lagerman með 85% árangur!

Hraðskákkeppni Taflfélaga lauk síðastliðin sunnudag 19 Nóvember.

Tefldar voru 2×7 umferðir með 3 mín + 2 sek. 6 manns voru í hverri sveit.

Vinaskákfélagið tók þátt og var með eina sveit.

Liðstjóri var Hörður Jónasson. 

Þeir sem tefldu fyrir okkar sveit voru:

1. Róbert Lagerman

2. Þorvarður Fannar Ólafsson

3. Patrick Karcher

4. Ingi Tandri Traustason

5. Arnljótur Sigurðsson

6. Kjartan Ingvarsson

Varamenn sem tefldu:

1. Elvar Örn Hjaltason

2. Aðalsteinn Thorarensen

3. Jóhann Valdimarsson 

Vinaskákfélagið fékk 32,5 vinninga + 6 til viðbótar þegar við unnum skottu og varð félagið í 9 sæti af 13 félögum.

Bestum árangri náði Róbert Lagerman eða 8,5 vinninga af 10 skákum sem er 85% árangur. Þorvarður, Patrick og Ingi Tandri náðu líka góðum árangri. Einnig náði Aðalsteinn 50% árangri en tefldi bara 4 skákir.

Þetta mót tókst bara vel og vonar greinarhöfundur (Hörður) að framhald verði á þessu móti.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...