Forseti Vinaskákfélagsins að fá sér tertusneið.

Ræða forseta Vinaskákfélagsins á Minningaskákmóti um Hrafn Jökulsson 1 nóv.-24.

Kæru ættingjar Hrafns og aðrir gestir.

Ég bíð ykkur alla velkomna á þetta minningar skákmót um Hrafn Jökulsson.

Við erum að halda þetta Minningarskákmót öðru sinni, en í fyrra var mótið allt hið glæsilegasta. Á það mót komu 62 skákmenn sem er met hjá Vinaskákfélaginu.

Í ár verður mótið nokkuð með svipuðu takti og í fyrra, en við erum t.d. með Minningarvegg hér frammi til sýnis með myndum af Hrafni Jökulssyni.

Ég vil þó sérstaklega minnast á þá höfðinglegu gjöf sem Grænlendingar gáfu okkur, en það var Bronsstytta sem er hægt að sjá hér frammi. Styttan verður einnig farandgripur vegna þessa móts og fá sigurvegarar áritanir á styttuna.

Ásamt því að vera með Minningarskákmót árlega, þá erum við með Minningarsjóð sem fólk getur sótt um styrk í.

Við hvetum skákmenn og aðra til að styrkja sjóðinn og í tilefni þess létum við framleiða barmerki sem fólk getur fengið sem styrkja sjóðinn.

Að lokum vil ég minna á að gestir og skákmenn geta fengið hér kaffi og kökur og verður gert smá hlé í miðju móti til að fólk geti gætt sér á kræsingunum.

Hér með set ég mótið og ég mun leika hér fyrsta leikinn fyrir Kjartan Ingvarsson gegn Vignir Vatnar Stefánssyni. 

Forseti Vinaskákfélagsins leikur fyrsta leikinn hjá Kjartan vs Vignir Vatnar

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...