Hrafn Jölulsson og Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins

Ræða forseta Vinaskákfélagsins á Minningaskákmóti um Hrafn Jökulsson 1 nóv.-23.

Kæru ættingjar Hrafns, Forseti Íslands og aðrir gestir.

Ég bíð ykkur alla velkomna á þetta minningar skákmót um Hrafn Jökulsson.

Það má segja að Vinaskákfélagið og Hrafn Jökulsson tengjast vinaböndum.

Það var 2003 sem Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman stofnuðu Vinaskákfélagið.

Alla tíð síðan hafði Hrafn passað upp á félagið og síðustu misserin var hann verndari félagsins.

Mín fyrstu kynni af Hrafni voru tengd Vin á Hverfisgötunni, þar sem hann kom oft í heimsókn og vildi ólmur taka í skák við okkur sem vorum þarna. Þarna kynnist ég bæði Hrafni og líka Róbert Lagerman sem voru þá aðalmennirnir í Vinaskákfélaginu. Ég man að ég gekk í félagið í ársbyrjun 2013 og hef verið þar síðan. Mér var síðan boðið að koma í stjórn félagsins árið 2016 sem varaforseti félagsins og var það til ársins 2022, þegar ég var kosinn forseti félagsins.

Hrafn kom að mörgum skákmótum í Vin og einnig í Pakkhúsinu niður við höfnina, þar sem hann hafði aðstöðu.

Það má einnig geta þess að Hrafn hafði tengingu við þennan stað þar sem hann var með bóka upplestur (Bókamessu) ef svo má að orði komast á miðvikudögum og ef ég man rétt, þá tók hann við af núverandi forseta Íslands sem var með bóka upplestur hér.

Og svona í lokin, þá vil ég geta þess að Vinaskákfélagið hefur stofnað Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson og verður sjóðinn notaður í skákverkefni í nafni Hrafns Jökulssonar. T.d. er ætlunin að hafa minningarskákmót um Hrafn árlega og önnur verkefni. Minningarsjóðurinn mun leitar til fyrirtækja, til að styrkja minningasjóðinn, en einnig geta einstaklingar styrkt sjóðinn með frjálsum framlögum. Þeir sem vilja styrkja sjóðinn geta fengið upplýsingar um það hér og reglur sjóðsins. Það liggur blað hér frammi fyrir þá sem vilja.

Ég ætla nú ekki að hafa þetta fleiri orð núna en bjóða Forseta Íslands að koma hér og tala nokkur orð. Takk fyrir.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...