Glæsilegur páskamóti Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 9 apríl 2018, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.
Alls tóku 17 manns þátt í mótinu.
Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák.
Skákstjóri var Hörður Jónasson
Mótið var reiknað til hraðskákstiga.
Eftir smá hökt í byrjun, þá rann mótið í gegn með miklum sóma. Patrick Karcher (1998) kom sá og sigraði með fullu húsi eða 6 vinninga. Í öðru sæti var Guðni Pétursson (2133) með 5 vinninga og í 3 sæti varð Johann Valdimarsson (1502) með 4 vinninga ásamt fleirum, en vann á stigum.
Gaman að geta þess að 1 kona tefldi í mótinu en það var Margrét H. Halldórsdóttir og fékk hún 2 vinninga.
Í lokin voru skákmenn og konur boðið upp á kaffi og vöfflur að hætti Inga Hans starfsmann Vinjar.
Öll úrslit er hægt að sjá á chess-results
Kveðja Hörður Jónasson varaforseti.