Róbert Lagerman, Stefán Bergsson og Loftur Baldvinsson

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 3. Apríl, 2017 í Vin að Hverfisgötu 47.

10 skákmenn mættu og tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák.

Mótið var einnig reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi var boðið upp á frábærar veitingar, vöfflur með sultu og rjóma. Einnig var á boðstólum marsepan terta að ógleymdu kaffinu.

Góð verðlaun var í boði. Páskaegg frá Góu fyrir 1,2 og 3 verðlaun. Einnig voru dregnir út 2 aukavinningar og hlutu hnossið Björgvin Kristbergsson og Héðinn Briem.

Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins sigraði mótið með fullu húsi eða 6 vinninga. Stefán Bergsson var annar með 5 vinninga og Loftur Baldvinsson þriðji með 4 vinninga.

Úrslit er hægt að sjá hér: http://chess-results.com/tnr269831.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821

 

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...