Hlemmur Square 2 skákmótið var fjörlegt og skemmtilegt. Alls tóku 18 skákmenn þátt í mótinu. Telfd voru 8 umferðir með 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skipuleggjandi var sem fyrr Arnljótur Sigurðsson. Skákstjóri var Hörður Jónasson frá Vinaskákfélaginu.
Sigurvegari varð Páll Andrason með 7 vinninga af 8 mögulegum.
Annar var Eiríkur K. Björnsson með 6 vinninga og þriðji líka með 6 vinninga en lægri á stigum var Örn Leo Jóhannsson.
Hlemmur Square mun í samstarfi við Vinaskákfélagið halda mánaðarlega hraðskákmót á Hlemmur Square á sunnudögum í vetur.
Þetta var annað skákmótið í seríu mánaðarlegra móta þar sem teflt er í rúmgóðum heimkynnum veitingastaðar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant.
Þátttaka var ókeypis á mótið og gefur Hlemmur Square gjafabréf fyrir efstu þrjú sætin auk þess sem medalía var veitt fyrir vinningshafann.
1. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
2. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
3. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.
Gleðistundarverðlag á kranaveigum er hægt að fá fyrir þátttakendur mótsins, ef þörf skyldi krefja í þeim annars harða skóla sem skákin er!