Á þessu ári á Vinaskákfélagið 20 ára afmæli og af því tilefni hélt félagið glæsilega veislu laugardaginn 27 maí sl. Vinaskákfélagið fékk margar góðar gjafir af því tilefni. Vinaskákfélagið þakkar Fjölnir fyrir gjöfina. Ennfremur þakkar félagið, Skáksamband Íslands fyrir að gefa félaginu skákklukkur. Á afmælis árinu ætlar Vinaskákfélagið (fyrir utan afmælis veisluna) að vera með fjöltefli mánudaginn 3 júlí og ...
Lesa »Forsíða
Helgi Áss Grétarsson Stórmeistari með Fjöltefli í Vin.
Í tilefni 20 ára afmæli Vinaskákfélagsins ætlar Vinaskákfélagið að halda Fjöltefli í Vin Dagsetur mánudaginn 3 júlí, klukkan 13:00. Vinaskákfélagið hefur fengið Helga Áss Grétarsson stórmeistara til að tefla við 6 skákmenn. Aðeins skákmenn undir 2000 skákstigum verða með. Skráning verður hér fyrir neðan. Ef fleiri bjóða sig fram, verður dregið úr hatti hverjir tefla. (Undanskilið stjórnarmenn Vinaskákfélagsins). Hinn frægi ...
Lesa »Svipmyndir frá Minningarmóti Hrafns Jökulssyni
Hér er linkur á myndir frá Minningarmóti Hrafns Jökulssyni frá Smáralindinni í október 2022 Myndasafn – Vinaskákfélagið (vinaskak.is)
Lesa »Glæsileg 20 ára afmælis veisla Vinaskákfélagsins 2023.
Í dag 27 maí 2023, var haldin 20 ára afmælis veisla Vinaskákfélagsins. Glæsileg súkkulaði kaka, brauðréttur og fleira góðgæti ásamt kaffi og gosi var á boðstólum. Gestir skrifuðu í gestabók og forseti hélt ræðu í upphafi veislunnar. Gestir skemmtu sér vel og tekið var í skák, þar á meðal tóku Róbert Lagerman og Helgi Áss Grétarsson í eina skák. Forseti ...
Lesa »20 ára afmælis veisla Vinaskákfélagsins 2023.
Vinaskákfélagið heldur 20 ára afmælis veislu laugardaginn 27 maí í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47, milli klukkan 14:00 – 16:30. Terta og snyttur ásamt kaffi og gosi verða á boðstólum. Allir gestir Vinjar og skákmenn / skákkonur eru velkomnir! Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda. Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.
Lesa »Óbreytt stjórn Vinaskákfélagsins.
Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldin föstudaginn 5 maí í Vin. Skýrsla stjórnar og reikningar voru samþykktar og koma fljóttlega inn á heimasíðu félagsins. 3 lagabreytingar voru samþykktar. Sjá lög félagsins hér: http://www.vinaskak.is/um-felagid/log-felagsins/ Kosning stjórnar: Ekki þurfti að kjósa forseta félagsins, þar sem hann er kosinn til 2ja ára. Stjórnin var endurkjörin, nema Arnljótur Sigurðsson kom inn sem varamaður 1. Stjórn Vinaskákfélagsins ...
Lesa »Heimsókn Vinaskákfélagsins í Læk Athvarf í Hafnarfirði 2023.
Vinaskákfélagið heimsótti í dag 25 apríl 2023 Læk Athvarf í Hafnarfirði og kom færandi hendi með töfl, skákbók og skákklukku að gjöf. Þetta var áttunda heimsókn félagsins. Tekið var vel á móti félagsmönnum, þeim Herði Jónassyni og Róbert Lagerman. Gestir og starfsfólk í Læk Athvarf tóku á móti gjöfinni. Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, ...
Lesa »Aðalfundur Vinaskákfélagsins 2023
Aðalfundur Vinaskákfélagsins verður haldinn 5 maí 2023 í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík klukkan 19:30. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: 1. Forseti setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra. 3. Kosning ritara. 4. Skýrsla stjórnar lögð fram. 5. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 6. Lagabreytingar. 7. Kosning stjórnar. 8. Önnur mál. Kaffi og kaka í boði. Allir eru Velkomnir! Stjórnin.
Lesa »