Frábæru fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins tókst vel. Frábæru fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins tókst vel. Alls tóku 8 skákmenn þátt og Tefldu Hörður og Hjálmar frá Vinaskákfélaginu við þá. Hörður tefldi 4 skákir og Hjálmar 4 skákir. Þeir sem tefldu voru: Búsetukjarni Flókagata 29-31: Gunnar Getsson, Jón Gauti og Hlynur starfsmaður. Búsetukjarni Bríetatúni 26: Árni J. Árnason. Búsetukjarni Gunnarsbraut 51: Jóhann ...
Lesa »Forsíða
Pörunarnámskeið á vegum Skáksambandsins.
Pörunarnámskeið verður haldið á vegum Skáksambandsins dagana 5-7 september næstkomandi. Mikilvægt fyrir stjórnarmenn Vinaskákfélagsins að koma á þetta námskeið t.d. hefur Hörður Jónasson hefur skráð sig á þetta námskeið. Hægt að tala við Stefán Bergsson um það. Ég býst við því að þetta verði auglýst betur bráðlega á skak.is.
Lesa »Fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins.
Fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélgsins verður haldið í húsnæði Geðhjálpar mánudaginn 21 ágúst kl. 16:00. Keppendur verða 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geðdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stað. Engin skákmaður yfir 2000 skákstig mun tefla, þannig að þetta verða bara áhuga skákmenn sem verða þarna í fararbroddi. Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason munu svo tefla við ...
Lesa »Róbert Lagerman er hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2017.
Frábæru skákmóti í Vin þ.e. Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák var haldið mánudaginn 17 júlí 2017. Fjölmenni komu á mótið eða 26 tóku þátt. Keppt var bæði úti og inni og tókst mótið einstaklega vel. Starfsfólk Vinjar tók vel á móti skákmönnum með kaffi, vöfflum og eplakaka með ís. Við í Vinaskákfélaginu þökkum starfsfólki fyrir frábærar veitingar. Sigurvegari varð Ólafur ...
Lesa »Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák.
Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 mánudaginn 17 júlí klukkan 13:00. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Eins og undanfarin sumur þá verður teflt bæði inni og úti ef veður leyfir. Að hætti hússins þá verða veittar frábærar veitingar í hlé. Skákstjóri verður Róbert Lagerman. Verðlaun verða með hefðbundum hætti, gull, silfur ...
Lesa »Geðhjálp veitir Vinaskákfélaginu styrk.
Geðhjálp hefur í dag veitt Vinaskákfélaginu styrk að upphæð 100.000 kr. Styrkurinn er veittur í þeim tilgangi að það verði haldið fjöltefli í húsnæði Geðhjálpar mánudaginn 21 ágúst kl. 16:00. Keppendur verða 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geðdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stað. Engin skákmaður yfir 2000 skákstig mun tefla, þannig að þetta verða bara ...
Lesa »Forseti og Varaforseti kosnir í stjórn Skáksambandsins.
Í dag 27 maí var haldin aðalfundur Skáksambands Íslands. Í kjöri voru 2 frá Vinaskákfélaginu eða Forseti Róbert Lagerman og Varaforseti Hörður Jónasson. Róbert Lagerman var kjörinn í stjórn og Hörður Jónasson kjörinn í varastjórn. Róbert Lagerman hefur áður setið í stjórn Skáksambandsins, en Hörður Jónasson er nú að setjast í fyrsta sinn. Þeir sem voru kosnir í stjórn eru: ...
Lesa »Hörður Varaforseti býður sig fram sem varamaður í Skáksambandinu.
Hörður Jónasson Varaforseti Vinaskákfélagsins hefur ákveðið að bjóða sig fram sem varamaður hjá Skáksambandinu. Hér er kynningarbréf frá honum. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem Varamaður hjá Skáksambandinu á aðalfundi þess þann 27 maí. Margir skákmenn þekkja mig nú þegar, enda hef ég tekið þátt í mörgum skákmótum síðan 2013. Ennfremur er ég Varaforseti Vinaskákfélagsins og er að ...
Lesa »