Hraðskákkeppni Taflfélaga lauk síðastliðin sunnudag 19 Nóvember. Tefldar voru 2×7 umferðir með 3 mín + 2 sek. 6 manns voru í hverri sveit. Vinaskákfélagið tók þátt og var með eina sveit. Liðstjóri var Hörður Jónasson. Þeir sem tefldu fyrir okkar sveit voru: 1. Róbert Lagerman 2. Þorvarður Fannar Ólafsson 3. Patrick Karcher 4. Ingi Tandri Traustason 5. Arnljótur Sigurðsson 6. ...
Lesa »Forsíða
Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins
Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins verður haldið fimmtudaginn 23 Nóvember í Skákskóla Íslands í Faxafeni 12, gengið inn hjá Billiardbarnum og hefst klukkan 20. Dagskrá kvöldsins: Við fáum Ingvar Þór Jóhannesson til að vera með skákskýringar og tekur hann kannski einhverja skák frá EM landsliða nú í haust. Veitingar verða og mun Þorvarður Fannar Ólafsson sjá um þær. Hollvinur ársins verður veitt ...
Lesa »Vinaskákfélagið er með 3 sveitir á Íslandsmóti skákfélaga – grein eftir Hörð Jónasson varaforseta.
Íslandsmót skákfélaga var haldið í Rimaskóla núna í ár og var Vinaskákfélagið með 3 sveitir á mótinu. Núna var fyrri hluti keppninnar frá 19 – 22 október. (Það var aðeins 1. Deild sem tefldi á fimmtudaginn 19 okt., aðrar sveitir byrjuðu taflið föstudaginn 20 október). Seinni hluti verður svo teflt 1 – 3 mars 2018. Tefldi A sveitin í 2 ...
Lesa »Örn Leo sigraði Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið.
Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið var haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hófst taflið klukkan 19.30. Þátttaka í mótinu er alltaf ókeypis. Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel við kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Að mótinu standa Vinaskákfélagið og Taflfélag Reykjavíkur en félögin hafa átt afar ánægjulegt og gott ...
Lesa »Jón Torfason sigraði Haustmótið!
Haustmót Vinaskákfélagsins var haldið síðastliðið mánudag 2. október kl: 13, í Vin og var glatt á hjalla. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák og skákstjóri var Hörður Jónasson og var mótið reiknað til hraðskákstiga. Mótið var að þessu sinni fámennt en góðmennt, en 9 skákmenn tóku þátt. Jón Torfason kom sá og sigraði mótið með 5 vinninga ...
Lesa »Páll Andrason sigraði Hlemmur Square 2 skákmótið.
Hlemmur Square 2 skákmótið var fjörlegt og skemmtilegt. Alls tóku 18 skákmenn þátt í mótinu. Telfd voru 8 umferðir með 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skipuleggjandi var sem fyrr Arnljótur Sigurðsson. Skákstjóri var Hörður Jónasson frá Vinaskákfélaginu. Sigurvegari varð Páll Andrason með 7 vinninga af 8 mögulegum. Annar var Eiríkur K. Björnsson með 6 vinninga og þriðji líka með 6 vinninga en ...
Lesa »Omar Salama vann Gens una Sumus skákmótið í Gerðasafni.
Laugardaginn 2, september hélt Hrókurinn í samstarfi við Vinaskákfélagið hraðskákmót í Gerðarsafni í Kópavogi, í tilefni af CYCLE-listahátíðinni, sem Kópavogur stendur að í samvinnu við Berlín og Hong Kong. Yfirskrift skákmótsins var í anda hátíðarinnar og kjörorða skákhreyfingarinnar: Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda. Tefldar voru sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Bókaverðlaun og gjafabréf var í vinninga. ...
Lesa »Fyrsta Hlemmur Square skákmótaröðin!
Vinaskákfélagið í samstarfi við Hlemm Square hélt fyrsta kaffihúsa hraðskákmótið á Hlemm, sunnudaginn 27 ágúst, klukkan 20. Mótið tókst afar vel og mættu 13 skákmenn til leiks. Tefldar verða 9 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma og var þátttaka ókeypis. Stefnt er að mánaðarlegum mótum þar sem teflt er í rúmgóðum heimkynnum veitingastaðar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Hlemmur Square gaf gjafabréf fyrir ...
Lesa »