Forsíða

  • Sumarskákmót Vinaskákfélagsins í Vin

  • Minningaveggur um Hrafn Jökulsson á minningamóti hans

  • Jólaskákmótið á Kleppi 2023

  • Félagar í A og B sveitum fagna úrslitum í Deildó

  • Forseti afhendir heiðursverðlaun til Róberts Lagermans

  • Sæmi Rokk leikur fyrsta leikinn á Friðriksmóti Vinaskákfélagsins 2024

  • Hörður og Róbert taka á móti Hrafninum, bronsstyttu 2024

Róbert Lagerman vann Jólaskákmótið.

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 4. desember  í Vin að Hverfisgötu 47. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Skákstjóri var Hörður Jónasson. 12 keppendur tók þátt í skákinni og þar af var ein kona Sigríður Ólafsdóttir. Hún lék enda fyrsta leikinn á skák þeirra Róbert Lagerman og Pétur Jóhannesson. Mótið tókst vel og var glatt á hjalla. ...

Lesa »

Róbert Lagerman sigraði 3 skákmótið á Hlemmur Square.

Þriðja skákmótið sem Hlemmur Square í samstarfi við Vinaskákfélagið héldu sunnudaginn, 26. Nóvember setti met þar sem 27 skákmenn tóku þátt. Margir sterkir skákmenn tóku þátt, en það var Forseti Vinaskákfélagsins Róbert Lagerman sem stal senunni og sigraði mótið með yfirburðum eða 7 ½ vinning af 8 mögulegum. Annar varð Tómas Björnsson með 6 vinninga og þriðji Þorvarður F. Ólafsson ...

Lesa »

Frábæru skemmtikvöldi Hollvina tókst vel.

Frábæru skemmtikvöldi Hollvina Vinaskákfélagsins sem haldið var fimmtudaginn 23 Nóvember í Skákskóla Íslands (Skáksambandið) í Faxafeni 12 tókst framar vonum. Mættir voru um 15 manns og voru veitingar sem félagi okkar hann Þorvarður Fannar Ólafsson reiddi fram. Flott skreitt kaka sem á stóð Skemmtikvöld Hollvina. Dagskrá kvöldsins var þannig að Hörður Jónasson varaforseti veitti Hollvini ársins viðurkenningu, en í ár ...

Lesa »

Róbert Lagerman með 85% árangur!

Hraðskákkeppni Taflfélaga lauk síðastliðin sunnudag 19 Nóvember. Tefldar voru 2×7 umferðir með 3 mín + 2 sek. 6 manns voru í hverri sveit. Vinaskákfélagið tók þátt og var með eina sveit. Liðstjóri var Hörður Jónasson.  Þeir sem tefldu fyrir okkar sveit voru: 1. Róbert Lagerman 2. Þorvarður Fannar Ólafsson 3. Patrick Karcher 4. Ingi Tandri Traustason 5. Arnljótur Sigurðsson 6. ...

Lesa »

Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins

Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins verður haldið fimmtudaginn 23 Nóvember í Skákskóla Íslands í Faxafeni 12, gengið inn hjá Billiardbarnum og hefst klukkan 20. Dagskrá kvöldsins: Við fáum Ingvar Þór Jóhannesson til að vera með skákskýringar og tekur hann kannski einhverja skák frá EM landsliða nú í haust. Veitingar verða og mun Þorvarður Fannar Ólafsson sjá um þær. Hollvinur ársins verður veitt ...

Lesa »

Vinaskákfélagið er með 3 sveitir á Íslandsmóti skákfélaga – grein eftir Hörð Jónasson varaforseta.

Íslandsmót skákfélaga var haldið í Rimaskóla núna í ár og var Vinaskákfélagið með 3 sveitir á mótinu. Núna var fyrri hluti keppninnar frá 19 – 22 október. (Það var aðeins 1. Deild sem tefldi á fimmtudaginn 19 okt., aðrar sveitir byrjuðu taflið föstudaginn 20 október). Seinni hluti verður svo teflt 1 – 3 mars 2018. Tefldi A sveitin í 2 ...

Lesa »

Örn Leo sigraði Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið.

Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið var haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hófst taflið klukkan 19.30. Þátttaka í mótinu er alltaf ókeypis. Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel við kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Að mótinu standa Vinaskákfélagið og Taflfélag Reykjavíkur en félögin hafa átt afar ánægjulegt og gott ...

Lesa »

Jón Torfason sigraði Haustmótið!

Haustmót Vinaskákfélagsins var haldið síðastliðið mánudag 2. október kl: 13, í Vin og var glatt á hjalla. Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák og skákstjóri var Hörður Jónasson og var mótið reiknað til hraðskákstiga. Mótið var að þessu sinni fámennt en góðmennt, en 9 skákmenn tóku þátt. Jón Torfason kom sá og sigraði mótið með 5 vinninga ...

Lesa »