Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, föstudagskvöldið 21 mars, kl. 19:00. Frábært tilboð frá Vinaskákfélaginu, sem greiðir niður verðið á árshátíðinni um 4.000 kr. 3 rétta matseðill á aðeins 7.950 kr. Drykkir eru ekki innifaldir. 3 rétta seðil: Forréttatvenna: „Black n‘ Blue“ túnfiskur með Chermula kryddblöndu, basil og ponzu vinaigrette, japönsku mæjó, krydduðum rækjuflögum og frisse salati. ...
Lesa »Forsíða
Finnur Finnsson 90 ára!
Í dag 25 febrúar 2025 kom Vinaskákfélagið með blóm og konfekt handa afmælisbarninu sem varð 90 ára. Haldið var svo skákmót hjá Æsir honum til heiðurs. Hér koma svo nokkrar myndir. Kveðja Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.
Lesa »3 efstir og jafnir á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025.
Æsi spennandi 90 ára afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar, var haldið laugardaginn 25 janúar 2025. Mótið var haldið á Aflagranda 40 og voru tefldar 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á klukkunni. Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann. Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 janúar ...
Lesa »Skákbækur í verðlaun á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025.
Vinaskákfélagið hefur ákveðið að bæta skákbókum í verðlaun á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar sem verður laugardaginn 25 janúar. Ég bæti við 2 bókum um “Reykjavíkurskákmót í 50 ár”, og svo hefur Bragi Halldórsson gefið 5 bækur sem verða í verðlaun á mótinu. Það er bókin “Heimsbikarmót Stöðvar 2, 1988”. Ég þakka honum Braga Halldórssyni kærlega fyrir gjöfina og bæti þeim við ...
Lesa »Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar 2025.
Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar laugardaginn 25 janúar klukkan 14:00 á Aflagranda 40. Friðrik Ólafsson verður 90 ára daginn eftir eða á sunnudaginn 26 janúar. Vinaskákfélagið mun halda þetta mót árlega og verður stórglæsilegur Farandbikar sem heitir “Friðriksbikarinn” sem sá sem vinnur fær nafn sitt skráð á hann. Við eigum kannski von á að Friðrik Ólafsson muni koma ...
Lesa »Gleðileg skákjól.
Vinaskákfélagið óskar öllum gleðilegra jóla og farsælla komandi skákárs! Allt það helsta sem Vinaskákfélagið hefur gert á árinu þ.e. skákmót og viðburðir er hægt að sjá betur í Gáttinni: Gáttin Kveðja frá stjórn Vinaskákfélagsins.
Lesa »Hörður Jónasson heiðraður 18 desember 2024.
Í dag 18 December 2024 var Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins heiðraður og gerður að Heiðursfélagi Vinaskákfélagsins 2024. Þessi athöfn fór fram í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47 á litlu jólin en þau voru í dag. Róbert Lagerman gjaldkeri félagsins afhenti Herði fyrir hönd stjórnar Vinaskákfélagsins skjöld og nælu sem vott um frábært starf fyrir Vinaskákfélagið. Persónuleg þakkarorð frá Herði er hægt ...
Lesa »Gleðin við völd í Jólaskákmótinu á Kleppi 2024.
Hið árlega Jólaskákmót á Kleppi var haldið miðvikudaginn 11 desember kl. 13:00 Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins enda var gleðin allsráðandi. Á mótinu leiddu saman hesta sína skáksveitir frá geðdeildum, búsetukjörnum og batasetrum ásamt sveitum frá Vinaskákfélaginu. Fjórar sveitir kepptu um sigurinn. Vinaskákfélagið stóð fyrir verðlaunum, einnig voru bókaverðlaun og var glæsilegt úrval bóka í ár. Bókaforlagið Skrudda útgáfa ...
Lesa »