Vinaskákfélagið hélt skákmót á Aflagranda 40, mánudaginn 28 nóvember sem var „Vinaslagur 4“. Þetta var fjórða og síðasta skákmótið í Vinaslagnum núna í nóvember. Þess má geta að WIM Olga Prudnykova frá Úkraníu tefldi með okkur í mótinu. Tefldar voru 6 umferðir með 4 mín + 2 sek. Hart var barist, en sigurvegari varð Róbert Lagerman með fullu húsi. Sigurvegarar: ...
Lesa »Forsíða
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins verður haldið fimmtudaginn 1 desember 2022 og verður haldið í TR húsinu, Faxafeni 12 og hefst klukkan 19:30, stundvíslega. Dagskrá kvöldsins er glæsileg: Gauti Páll Jónsson varaformaður TR verður gestur kvöldsins og ætlar að fjalla um skákferðalag sitt um meginland Evrópu 2022, ferðasaga og fara yfir valdar skákir úr ferðalaginu. Gómsætar veitingar koma frá Bakarameistaranum. Einnig verður heitt ...
Lesa »Vinaslagur 4 verður mánudaginn 28 nóv. á Aflagranda 40.
Vinaslagur 4 hjá Vinaskákfélaginu verður mánudaginn 28 nóvember á Aflagranda 40 kl. 16:00. Þetta er fjórða og síðasta mótið í þessum flokki. Tefldar verða 7 umferðir með 4 + 2 mín. Skákdómari verður Róbert Lagerman en mótstjóri er Hörður Jónasson. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Stutt hlé verður eftir 4 umferðir og verða starfsmenn með kaffi og vöfflur til sölu ...
Lesa »Andrii Prudnykov vann Vinaslag 3 á Chess.com.
Vinaskákfélagið hélt skákmót á Chess.com, mánudaginn 21 nóvember sem var „Vinaslagur 3“. Þetta var þriðja skákmótið af 4 núna í nóvember, en næsta og síðasta skákmótið verður mánudaginn 28 nóvember á Aflagranda 40 en það er Vinaslagur 4. Þetta skákmót var frekar fámennt en góðmennt. Tefldar voru 3 umferðir með 4 mín + 2 sek. Hart var samt barist, en ...
Lesa »Vinaslagur 3 verður mánudaginn 21 nóv. á Chess.com
Vinaslagur 3 hjá Vinaskákfélaginu verður mánudaginn 21 nóvember á chess.com kl. 19:30. Tefldar verða 7 umferðir með 4 + 2 mín. Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid Verðlaun: Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr. Ennfremur tengjast öll mótin saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, 4. sætið ...
Lesa »Róbert Lagerman vann Vinaslag 2 á Chess.com.
Vinaskákfélagið hélt skákmót á Chess.com, mánudaginn 14 nóvember sem var „Vinaslagur 2“. Þetta er annað skákmótið af 4 núna í nóvember, en næsta verður mánudaginn 21 nóvember líka á Chess.com en Vinaslagur 4 verður svo haldið á Aflagranda 40. Tefldar voru 5 umferðir með 4 mín + 2 sek. Mættir á þetta skákmót voru 10 hressir skákmenn. Hart var barist, ...
Lesa »Vinaslagur 2 hjá Vinaskákfélaginu verður 14 nóv. á chess.com
Vinaslagur 2 hjá Vinaskákfélaginu verður mánudaginn 14 nóvember á chess.com kl. 19:30. Tefldar verða 7 umferðir með 4 + 2 mín. Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid Verðlaun verða glæsileg: Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr. Ennfremur tengjast öll mótin saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, ...
Lesa »Ólafur Thorsson vann Vinaslag 1 hjá Vinaskákfélaginu 2022.
Skemmtilegt skákmót “Vinaslagur 1” var haldið á Aflagranda 40 í dag, laugardaginn 5 nóvember. Þetta er fyrsta skákmótið af 4 núna í nóvember en 2 næstu verða haldin á Chess.com. Fjórða og síðasta verður svo haldið líka á Aflagranda 40. Tefldar voru 7 umferðir með 4 mín + 2 sek. Mættir á þetta skákmót voru 11 hressir skákmenn. Fyrsta leikinn ...
Lesa »