Mynd frá Vinaslag 1

Ólafur Thorsson vann Vinaslag 1 hjá Vinaskákfélaginu 2022.

Skemmtilegt skákmót “Vinaslagur 1” var haldið á Aflagranda 40 í dag, laugardaginn 5 nóvember.

Þetta er fyrsta skákmótið af 4 núna í nóvember en 2 næstu verða haldin á Chess.com.

Fjórða og síðasta verður svo haldið líka á Aflagranda 40.

Tefldar voru 7 umferðir með 4 mín + 2 sek.

Mættir á þetta skákmót voru 11 hressir skákmenn.

Fyrsta leikinn lék Sirrí forstöðukonan á Samfélagshúsinu Aflagranda 40 fyrir Róbert Lagerman á móti Tómasi Ponzi.

Sirrí lék fyrsta leikinn

En áður en skákmótið hófst, kom Vinaskákfélagið með gjöf til þeirra á Aflagranda 40, en við gáfum 1 sett af talfmönnum og eina skákklukku. Í tilefni af því var tekin mynd af afhendingunni.

Mynd af afhendingunni á gjöfinni.

Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum og einnig þjónustuíbúðum eldri fólks  töfl, skákklukkur og skákbækur er til að efla skáklíf meðal fólks, einnig fólk með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað. Skák er góð íþrótt til að fá fólk til að einbeita sér.

Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í þetta verkefni og vill Vinaskákfélagið þakka þeim kærlega fyrir þeirra þátt í þessu.

En aftur að skákmótinu.

Hart var barist, en sigurvegari varð Ólafur Thorsson með fullu húsi.

Sigurvegarar:

1 sæti: Ólafur Thorsson með 7 vinninga.

2 sæti: Gauti Páll Jónsson með 5,5 vinninga.

3 sæti: Róbert Lagerman með 5 vinninga.

Öll úrslit er hægt að sjá hér: http://chess-results.com/tnr689567.aspx?lan=1&art=1&rd=7&fed=ISL&flag=30

3 efstu menn. Ólafur Gauti Páll og Róbert

Ennfremur var keppt um Grand Prix stig.

Í Vinaslag 1 til 4 geta keppendur bætt við sig Grand Prix stigum og sá sem verður efstur á stigum í lokin fær 10.000 kr., í verðlaun.

Grand Prix stigin eftir Vinaslag 1:

Ólafur Thorsson 10 stig.

Gauti Páll Jónsson 8 stig.

Róbert Lagerman 6 stig.

Ingvar Örn Birgisson 4 stig.

Arnljótur Sigurðsson 2 stig.

Næst mót er Vinaslagur 2 sem verður mánudaginn 14 nóv., á Chess.com og verður auglýst nánar síðar.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...