Sæmi Rokk að leika fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman

Ólafur Thorsson vann Haustmót Vinaskákfélagsins 2022.

Hið árlega Haustmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 19 september, kl: 13, í Vin Dagsetur. Mættir voru 9 manns og eins og máltækið segir „fámennt en góðmennt“.

Í upphafi umferðar var 1 mínútna þögn í minningu Hrafns Jökulssonar, en hann lést á laugardag 17 september.

Við vorum svo heppinn að Sæmi Rokk heimsótti okkur og fengum við hann til að leika fyrsta leikinn hjá Róbert Lagerman á móti Hjálmari Sigurvaldasyni. (Forsíðumyndin var tekin af því tilefni).

Tefldar voru 6 umferðir með 7 mín á skák.

Skákdómari var Róbert Lagerman en mótstjóri var Hörður Jónasson.

Mótið var ennfremur reiknað til hraðskákstiga.

Stutt hlé var eftir 4 umferðir og fengu skákmenn sér vöfflur og kaffi að hætti Inga Hans.

Sigurvegari varð Ólafur Thorsson með 6 vinning af 6 möguleikum.

Sigurvegari Ólafur Thorsson

  1. sæti varð Róbert Lagerman með 5 vinninga
  2. sæti varð svo Kristján Örn Elíasson með 4 vinninga.

Sjá öll úrslit hér: Hautmót Vinaskákfélagsins 2022

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...