3 efstu félagar í Vinaskákfélaginu

Ólafur Thorsson sigraði Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins.

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 23 ágúst 21, í Vin að Hverfisgötu 47. Þetta er í 3ja sinn sem mótið var haldið, en í fyrra var það haldið á netinu.

Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák.
Skákdómari var Róbert Lagerman en mótstjóri var Hörður Jónasson.

Alls voru 12 skákmenn sem mættu til leiks og var barist af hörku.
Bryndís starfsmaður í Vin Dagsetur lék fyrsta leikinn fyrir Ólaf Þórsson gegn Sturlu Þórðarsonar.

Bryndís leikur fyrsta leikinn

Hlé var gert eftir 4 umferðir og gæddu skákmenn sér á wöflum og kaffi að hætti Inga Hans.

Góð verðlaun voru en þau voru bæði fyrir 1-3 sæti og einnig fyrir fyrstu 3 sæti meðlima Vinaskákfélagsins.
3 efstu sætin voru:
1. Sæti. Ólafur Thorsson 5 vinninga (og fékk hann bikar til eignar.)
2. Sæti. Róbert Lagerman 4,5 vinninga.
3. Sæti. Gauti Páll Jónsson 4,5 vinninga.

3 efstu sætin fyrir félaga í Vinaskákfélaginu:
1. Sæti. Ólafur Thorsson og fær hann Crazy Culture farandbikar 2021 áritaðan.
2. Sæti. Róbert Lagerman
3. Sæti. Hjálmar Sigurvaldason

Þið getið séð öll úrslit hér: Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins

Kveðja, Hörður Jónasson
Ps. Myndir frá mótinu koma síðar inn á Heimsíðu Vinaskákfélagsins í Myndasafnið.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...