Óbreytt stjórn Vinaskákfélagsins. Róbert forseti og Hörður varaforseti.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldinn í kvöld 5 maí 2021 í Vin Batasetur, Hverfisgötu 47.

Skýrsla stjórnar og Ársreikningar félagsins voru samþykktir. Engar breytingar voru á lögum félagsins.

Ársreikningur félagsins og skýrsla stjórnar kemur fljóttlega inn á heimasíðu félagsins.

Kosning stjórnar fór þannig fram:

Kosning forseta er til 2 ára þannig að næst verður kosið um forseta 2022. Núverandi forseti félagsins er Róbert Lagerman

Varaforseti var endurkjörinn Hörður Jónasson

Gjaldkeri var endurkjörinn Tómas Ponzi

Ritari var endurkjörinn Hjálmar Sigurvaldason

Meðstjórnandi var líka endurkjörinn Jóhann Valdimarsson

Varamenn eru þeir sömu eða Aðalsteinn Thorarensen og Arnljótur Sigurðsson

Ákveðið var að fyrsti stjórnarfundur verði haldinn í fyrri hluta júní.

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti.

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag mánudaginn 2 desember 2024 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...