Mynd frá Nýársskákmótinu 2020.

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins 2021.

Hið árlega Nýársskákmót Vinaskákfélagsins fer fram mánudaginn 4 janúar 2021.
Í þetta sinn fer mótið fram á netinu þ.e. á chess.com.

Nýársskákmótið mun fara fram á grúbbu Vinaskákfélagsins
https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid
og þurfa þátttakendur að skrá sig í grúbbuna til að vera með.

Mótið er 6 umferðir með 4 + 2 mínútur á klukkuna.
Klukkur verða ræstar stundvíslega 19:35.

Glæsileg verðlaun verða í boði og vonast stjórn Vinaskákfélagsins að skákmenn fjölmenni á þetta glæsilega skákmót.

Verðlaunin í Nýársskákmóti Vinaskákfélagsins 2021

  1. Gull peningur + Glæsileg bók um Friðrik Ólafsson.
  2. Silfur peningur + bók.
  3. Bronze peningur + bók.

Linkur á mótið: https://www.chess.com/live#t=1944607

Allir velkomnir.
Mætið tímanlega.

Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...