Stjórnin að sýna flottu tertuna.

Ný stjórn kjörin á Aðalfundi Vinaskákfélagsins 2 maí 2019.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldin í Vin Batasetur, Hverfisgötu 47 þann 2 maí 2019. Venjuleg aðalfundarstörf voru og las Varaforseti upp Skýrslu stjórnar frá spannaði maí 2018 til maí 2019. Skýrsla stjórnar ásamt ársreikningi verða birt hér á heimasíðunni bráðlega.

Varaforseti kom með lagabreytingu á 6 gr. og var hún samþykkt.

6 gr. hljóðar svo:

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.

Ný stjórn var kjörin þessi:

Forseti er Róbert Lagerman en ekki þurfti að kjósa hann, þar sem kjörtímabilið hans rennur ekki út fyrr en maí 2020.
Varaforseti er Hörður Jónasson, Gjaldkeri er Jóhann Valdimarsson, Ritari er Hjálmar Sigurvaldason og Meðstjórnandi er Elvar Örn Hjaltason. Ennfremur var kosið varamenn en þeir eru Aðalsteinn Thorarensen og Tómas Ponzi.

Í önnur mál voru nokkur mál rædd. Helsta sem var samþykkt var að hætt verður að skrá íslensk skákstig á heimasíðu félagsins hér.

Að lokum má nefna það að fundarmenn fengu sér kaffi og dýrindis súkulaðiköku sem varaforseti bauð upp á.

Flott terta.

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2024.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið ...